Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 132
132
en þar eru þau í minni hættu. Innan við Kambinn er, eins og fyrr
segir Herdísarvíkurtjörn (16.). Milli heimatúns og Gerðistúns er
grjótgarður mikill, Langigarður (17.), ætlaður sem aðhald fyrir stór-
gripi Herdísarvíkur á graslendi því, sem er milli túna. Sá garður mun
hafa verið hlaðinn af sjómönnum í landlegum. Við hlið, austur úr
heimatúninu, við tjörnina, var sjóbúð, ÓlabúS (18.), nú sennilega
ekki lengur til. Austarlega í túninu er klettastapi, sem gengur fram í
tjörnina, Hestaklettur (19.), austan við hann Hestavik (20.). Vest-
ast og efst í túninu, þar sem nú eru gripahús og heyhlaða, var Krísu-
víkurbúð (21.), en hún var, eins og nafnið bendir til, sjóbúð Krísu-
víkurmanna. Heimajarðarbændur í Krísuvik gerðu þar (í Herdísar-
vík) út tvö skip og áttu því sem aðrir útgerðarmenn sína búð. Sunn-
an undir heyhlöðu og gripahúsum er Urðin (22.). Þar er sem saman
hafi verið safnað á lítinn blett mikilli dyngju af lábörðum steinum,
nokkuð misstórum, en mest af þeim má teljast björg svo stór, að
enginn mun hafa fært þau þar saman nema Ægir karl, en athyglis-
vert virðist það, að þau skuli hafa hlaðizt þarna upp í mörg lög á
smábletti, en sjást hvergi svipuð, fyrr en niður við sjó. Milli Urðar-
innar og gamla bæjarstæðisins er smátjörn, Kattcrtjörn (23.).
Þornar hún upp að mestu á sumrin; sést þá, að botninn er að mestu
gróinn; vex þar upp þétt og kröftug gulstör, og stingur þessi starar-
blettur mjög í stúf við annan gróður þar og allt umhverfi. Bendir þessi
litli stararblettur á, að þarna hafi starengi verið áður en elzta hraun-
ið rann? Sem fyrr er sagt, stóð gamli bærinn á tjarnarbakkanum,
nærri vestast í túninu.
Framan undan bænum er smáhólmi í tjörninni, Vatnshólmi (24.).
Lítil trébrú var út í hólmann, og var vatn sótt þangað fyrir hæ og
fjós, þar sem vatnið bullaði upp undan hólmanum á alla vegu, kalt
og ferskt úr iðrum jarðar. Suðvestur af Vatnshólmanum gengur smá-
tangi út í tjörnina, Sauðatangi (25.). Þá eru talin örnefni í næsta
umhverfi bæjarins og austan við hann, og skal nú haldið úf með sjó.
Suðvestur af Herdísarvíkurtjörn eru nokkrar smátjarnir og heita
Brunnar (26.). Milli þeirra og tjarnarinnar er Steinboginn (27.),
steinstillur, sem settar hafa verið þarna niður til að stytta leið niður
á vesturkambinn, ef hátt var í tjörnunum. Spölkorn suður af Brunn-
um, nær sjó, er Sundvarða vestri (28.). Nokkru utar eru blatir (29.),
dálitlar grasflatir, en austan við þær er þykkur hryggur af brimsorfnu
stórgrýti við sjóinn. Þegar suðvestur fyrir Flatir er komið, er ströndin
samfellt lágaberg fram á Olnboga (30.), og má hann teljast útvörður
Selvogs að vestan, á honum brotna hinar stórvöxnu og aðsópsmiklu