Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 135
135
ir hún Geldingatorfa (57.). Austast í fjallinu, við Mosaskarð, er ham-
ar, sem nær langt niður í skriður, Sundhamar (58.). Austan við
Sundhamar, sem er austasti hluti fjallsins, hefur hraunfoss steypzt
ofan á um ca. 200 m breiðri spildu, og heitir þar Mosaskarð (59.).
Austast í brún þess eru landamerki milli Herdísarvíkur og Stakka-
víkur. Þaðan liggur landamerkjalína í Kóngsfell, ,,sem er gömul, en
ekki há, grámosavaxin eldborg, umhverfis aflangan, djúpan gíg, til
hægri handar við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, góðan spöl
fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum," segir í landamerkjaskrá
Strandarkirkjueignar í Selvogi og kringum liggjandi jarða. Eru nú tal-
in örnefni í Herdísarvíkurlandi frá brún fjalls til sjávar, og eru þá
ótalin örnefnin á hálendinu. Þá er farið er frá Mosaskarði vestur
fjallið, verður fyrst fyrir stakur grágrýtishóll, heldur lítill, sem næst
kringlóttur, með dálítið upphækkuðum toppi. Heitir hóll þessi Gollur
(60.), og er það réttnefni eftir lögun hans. Þegar staðið er á fyrr-
nefndum hól og horft til NNV, sést dálítil melalda uppi i brunanum,
sem runnið hefur austan og vestan hennar. Grasgeirar eru þar nokkr-
ir, en annars er þetta mjög brunnin hæð og heitir Rauðimelur (61.).
Suður af Rauðamel, frammi á fjallinu, eru smádalir með hamraveggj-
um eða bröttum grasbrekkum til hliðanna. Dalir þessir liggja frá austri
til vesturs og heita Hrossalágar (62.). Nokkurn spöl vestur af Hrossa-
lágum er komið að bruna þeim, sem fallið hefur fram af fjallinu aust-
an Lyngskjaldar, og heitir þá Lyngskjaldarbruni (63.). Um 20—30
mín. gang frá brún, norðaustur í Lyngskjaldarbruna, er gren, Nýja-
gren (64.). Vestan brunans eru Sandfjallatögl (65.). Upp af þeim
Sandfjall hið eystra (66.). Austan undir því, í hraunbrúninni, er
Sandfjallagren (67.). Eftir Sandfjallinu liggur landamerkjalínan
norður til Brennisteinsfjalla (68.), og ber þar hæst á Kistu (69.).
Frá austanverðum Brennisteinsfjöllum liggur allhá hlíð til NA,
Draugahlíð (70.). Við norðausturenda hennar liggur vegurinn úr
Selvogi til Hafnarfjarðar, og skammt austan hans er Kóngsfell (71.).
Kemur þar Herdísarvíkurland saman í odda. Er nú lýst örnefnum í
Herdísarvíkurlandi.
III.
Hýsing jarðarinnar.
Þar sem hér að framan hefur verið gefin stutt lýsing af Herdísar-
víkinni sem jörð, legu hennar og landi, ásamt örnefnalýsingu, get ég
ekki skilið svo við þetta efni, að ekki sé minzt gömlu bæjarhúsanna,
ásamt útihúsum, sem stóðu vestast á túninu á bakka tjarnarinnar.