Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 137
137
hægri, sem lágu til stofu, stóð þar alltaf uppbúið gestarúm. Loft var
uppi yfir frambænum, vel til hálfs. Fjögurra rúðna gluggi var á stafni
ofarlega fyrir loftið, en sex rúðna niðri fyrir stofu. Þriðja húsið, með
stafni mót suðri, var búrið, með litlu hálfþili, og tók ekki eins langt
fram og hin húsaþilin. 011 voru hús þessi byggð af rekaviði að öllu
leyti, öll voru þau járnvarin utan, en torf á járni á frambæ og búri.
Veggir allir þykkir, hlaðnir úr grjóti. Þá voru aðeins sunnar á hlaðinu,
nær tjörninni, tvö hús, sem snéru stöfnum til vesturs. Var syðra húsið
smiðja, en hið nyrðra hjallur; hliðarveggir hlaðnir af grjóti, þiljaðir
Gamli bærinn í Herdísarvík.
stafpar jafnt sperrurn, en minna klæddir hið neðra. Loft var yfir hjall-
inum öllum. Norðan við hjallinn var stór grunnur undan húsi, hlað-
inn af grjóti, og stóð þar áður geymsluhús, venjulega nefnt ,,pakk-
hús“. Eitt milliþil var í húsi þessu og var minni karmurinn notaður
sem smíðahús, en sá stærri fyrir matarforða heimilisins, aðallega
kaupstaðarvarning, sem oft var nokkuð mikill, þar eð venja var að
fara aðeins eina kaupstaðaríerð á ári. Hús þetta tók af grunni með
öllu sem í var í aftaka sunnanveðri með óvenjulega miklu stórbrimi
hinn 25. febrúar 1925, og var talið, að sjór hefði ekki í marga ára-
tugi, jafnvel frá því er Bátsenda tók af, gengið svo á land hér sunnan-
lands sem í þessu flóði. Sjórinn tók húsið í heilu lagi af grunni, því
að vel var viðað og traustlega byggt, og setti niður fyrir fjósdyrum