Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 143
143
félagsins og sömuleiðis þeir fulltrúar þess, sem úr áttu að ganga að
lögum, endurkosnir í einu hljóði.
Þá minntist formaður fjögurra félagsmanna, sem látizt höfðu frá
því að síðasti aðalfundur var haldinn.
Risu menn úr sætum sínum til virðingar við minning þeirra.
Atta nýir félagsmenn höfðu bætzt við.
Guðbrandur Jónsson, prófessor, beindi þeirri fyrirspurn til for-
manns, hvað því liði að gefa út árbók félagsins undir nýju nafni.
Spunnust út af þessu nokkrar umræður, og m. a. lagði Snæbjörn
Jónsson bóksali til, að athugað yrði, hvort ekki myndi réttara að
endurprenta þá árganga árbókarinnar, sem uppseldir væru, áður en
sú ákvörðun væri tekin, að gefa út nýtt rit. Guðbrandur Jónsson bar
fram þá tillögu, að árbók félagsins yrði lögð niður, og að félagið gæfi
út nýtt fornfræðirit, í öðru broti og undir nýju nafni. Þessi tillaga var
felld með 4 atkvæðum gegn 3. Snæbjörn Jónsson gerði það að tillögu
sinni, að stjórninni yrði falið að leita eftir styrk hjá alþingi til að end-
urprenta þá árganga árbókarinnar, sem til þurrðar væru gengnir.
Var þessi tillaga samþykkt með öllum þorra atkvæða.
Þá ræddu menn nokkuð um bókina Forntida gárdar, sem út hafði
verið gefin um rannsóknir fornra bæjaleifa í Þjórsárdal og víðar sum-
arið 1939. Var m. a. rætt nokkuð um það, að hve miklu leyti skyldi
birta í árbók félagsins útdrætti úr greinum þeirrar bókar. Urðu menn
ekki á eitt sáttir um þetta efni.
Þá lagði formaður til, að nokkrum sjálfboðaliðum, sem tekið hefðu
þátt í rannsókn á Þórarinsstöðum síðastliðið sumar, yrði í þakklætis
skyni gefið það, sem til er enn af árbókum félagsins, 1 eintak hverj-
um þeirra af hverri árbók. Samþykkti fundurinn þetta einum rómi.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið.
IV. Aðalfundur 1946.
Hann var haldinn í kirkjusal Þjóðminjasafnsins 14. des., kl. 5
síðdegis.
Formaður setti fundinn og minntist látinna félagsmanna. Þeir voru:
Ásgeir Jónasson, skipstjóri, Reykjavík.
Joannes Patursson, kóngsbóndi, Kirkjubæ á Færeyjum.
Sigurður Þorsteinsson, heildsali í Reykjavík.
Skúli Guðmundsson, bóndi á Keldum.
W. Heydenreich, prófessor, dr., Eisenach.
Hans Monschein, dr., Wien.
Minntust fundarmenn þeirra með því að rísa úr sætum sínum.