Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 145
145
þeir kosnir, Guðni Jónsson, Magnús Thorlacius og Vigfús Guðmunds-
son; hinn fyrsti endurkjörinn.
Fleira var ekki tekið fyrir, og er fundargerð hafði verið lesin upp
og samþykkt, sleit formaður fundi.
V/. AðaUundur 1948.
Hann var haldinn í kirkjusal Þjóðminjasafnsins 14. des., kl. 5
síðdegis.
Formaður setti fundinn og bað Friðrik Asmundsson Brekkan vera
fundarskrifara, þar eð hvorki ritari né vararitari gátu sótt fundinn.
Þá skýrði formaður frá störfum félagsins. Sagði hann, að nokkuð
hefði verið selt af árbókum félagsins og væru um allmargar þeirra
með öllu uppseldar, einkum þeirra, sem út hefðu komið fyrir 1921,
en af öðrum frá sama tímabili væri mjög lítið eftir, flestum. Kvaðst
hann ekki hafa álitið fært, að félagið legði út í að láta endurprenta
hinar uppseldu árbækur, en bókaútgefendur og prentsmiðjueigendur,
sem hann hefði farið þess á leit við samkvæmt framkominni uppá-
stungu á síðasta aðalfundi, hefðu ekki heldur viljað taka það að sér
á eigin kostnað.
Þá kvað formaður tilbúna nú til prentunar árbók fyrir árin 1943—
48; efni hennar væri komið í prentsmiðjuna og prentun yrði hafin í
næsta mánuði.
Því næst lagði formaður fram reikning fyrir síðastliðið ár og las
hann upp. Hafði hann verið endurskoðaður, og voru engar athuga-
semdir gerðar við hann, hvorki af endurskoðunarmönnum né af fund-
armönnum.
Þá skýrði formaður frá því, hvað liði örnefnasöfnun félagsins. Sagði
hann, að því verki hefði miðað nokkuð áfram, en miklu væri þó enn
ósafnað, í mörgum hreppum og nokkrum sýslum landsins. Kvaðst
formaður vænta þess, að félagið gæti haldið örnefnasöfnuninni áfram.
Þá tók til máls Benedikt Sveinsson. Taldi hann, að mjög vel þyrfti
að athuga og lagfæra ýmis nöfn á uppdráttum herforingjaráðsins;
myndu ýmis nöfn á þeim miður rétt. Þá taldi hann og nauðsynlegt,
að hraðað yrði að taka upp örnefni í þeim byggðum, sem nú væru
auðsjáanlega að leggjast í auðn, áður en þau týndust með öllu. Nefndi
hann sem dæmi svo örnefnaríkar byggðir sem Sléttuhrepp í ísa-
fjarðarsýslu og Fjörðu og Flateyjardal í Suður-Þingeyjarsýslu, en
þær væru nú að eyðast.
Formaður upplýsti um, að mikið hefði þegar verið gert að því, að
10