Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINfí
á 'Ornes-útskurðinum sjálfum og á sænskum rúnasteinum. Og úr
því hér er talað um samhverfingu, mætti leiða hugann að því
hvar séu sambærilegust samhverf dýr við dýrin á Þingvallahún-
inum. Þar má til dæmis nefna bronsnælu frá Tándgarve í Svíþjóð
(5. mynd), á henni eru tvö og tvö samhverf dýr, þar sem af-
staða hausanna minnir mikið á hausana á Þingvallahúninum, en
einkum og sér í lagi ætti þó að benda á áðurnefndan Ardre-stein
III frá Gotlandi. Dýrshausarnir tveir, með löngum hringbeygðum
hálsi sínum og samhverfu fyrirkomulagi, minna harla mjög á Þing-
vallahúninn með krókum sínum og dýrshausum, að svo miklu leyti
sem unnt er að bera saman tvö listaverk, sem unnin eru úr gjör-
ólíku efni og þá um leið með allt annarri tækni. Það er enginn vafi
á, að hér er um nákominn skyldleika að ræða.7
Ekki virðist ástæða til að gera þessa umræðu um stíl Þingvalla-
húnsins lengri. Þótt stutt sé, kann hún að virðast nógu ruglingsleg.
En það stafar af því, hve erfitt oft er að kveða á um, hvort hlutur
sé í Hringaríkis- eða Úrnesstíl. Eins og alkunnugt er, er tJrnesstíll-
inn leiddur í órofnu samhengi af Hringaríkisstílnum, og efnisatriði
geta verið sameiginleg fyrir báða og margir hlutir eru til, sem hafa
sitt af hvorum, eins og Jónas af öfum sínum. Þeir eru barnið beggja.
Stundum er þeim líka skellt saman í eitt og kallaðir einu nafni
rúnasteinastíll. En það er gerlegt að greina milli þeirra. Til eru
verk, sem eru í hreinum Hringaríkisstíl, t. d. Flatatungufjalirnar,
önnur sem eru í hreinum tJrnesstíl, eins og t. d. sjálfur útskurður-
inn frá Úrnesi, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt frá hvorri hlið, en
mörg önnur mætti nefna. En svo eru líka mörg verk til, sem eru
mitt á milli, og enginn mun bera brigður á, að þessir stílar renna
svo mjög saman í eitt, að þeir hljóta að hafa lifað saman hlið við
hlið, hafa gripið hvor inn á annars tíma, ef svo mætti segja, þó að
hitt sé um leið óumdeilanlegt, að Hringaríkisstíllinn er eldra þró-
unarstig og Úrnesstíll yngra. Hafa margir fræðimenn spreytt sig
á að rekja þennan feril og þetta samspil. Engin ástæða er til að þræða
slíkt hér, það hef ég áður gert í Kumlum og haugfé, sem þegar er
til vitnað, og standa öll þau meginatriði föst enn í dag, en allt sem
nýtt er og máli skiptir og síðan hefur betur skýrzt, er tekið til
umræðu í áðurnefndri bók Wilsons og Klindt-Jensens.
Þótt sjá megi Hringaríkisatriði á Þingvallahúni, er tvímælalaust,
að hann ber að telja til Úrnesstíls, og skal þá vikið að einu merki-
legu atriði. Húnninn er plastískt verk, en einn eðlismunur Hringa-
ríkisstíls og Úrnesstíls er einmitt sá, að Úrnesstíllinn er miklu