Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 10
14 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINfí á 'Ornes-útskurðinum sjálfum og á sænskum rúnasteinum. Og úr því hér er talað um samhverfingu, mætti leiða hugann að því hvar séu sambærilegust samhverf dýr við dýrin á Þingvallahún- inum. Þar má til dæmis nefna bronsnælu frá Tándgarve í Svíþjóð (5. mynd), á henni eru tvö og tvö samhverf dýr, þar sem af- staða hausanna minnir mikið á hausana á Þingvallahúninum, en einkum og sér í lagi ætti þó að benda á áðurnefndan Ardre-stein III frá Gotlandi. Dýrshausarnir tveir, með löngum hringbeygðum hálsi sínum og samhverfu fyrirkomulagi, minna harla mjög á Þing- vallahúninn með krókum sínum og dýrshausum, að svo miklu leyti sem unnt er að bera saman tvö listaverk, sem unnin eru úr gjör- ólíku efni og þá um leið með allt annarri tækni. Það er enginn vafi á, að hér er um nákominn skyldleika að ræða.7 Ekki virðist ástæða til að gera þessa umræðu um stíl Þingvalla- húnsins lengri. Þótt stutt sé, kann hún að virðast nógu ruglingsleg. En það stafar af því, hve erfitt oft er að kveða á um, hvort hlutur sé í Hringaríkis- eða Úrnesstíl. Eins og alkunnugt er, er tJrnesstíll- inn leiddur í órofnu samhengi af Hringaríkisstílnum, og efnisatriði geta verið sameiginleg fyrir báða og margir hlutir eru til, sem hafa sitt af hvorum, eins og Jónas af öfum sínum. Þeir eru barnið beggja. Stundum er þeim líka skellt saman í eitt og kallaðir einu nafni rúnasteinastíll. En það er gerlegt að greina milli þeirra. Til eru verk, sem eru í hreinum Hringaríkisstíl, t. d. Flatatungufjalirnar, önnur sem eru í hreinum tJrnesstíl, eins og t. d. sjálfur útskurður- inn frá Úrnesi, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt frá hvorri hlið, en mörg önnur mætti nefna. En svo eru líka mörg verk til, sem eru mitt á milli, og enginn mun bera brigður á, að þessir stílar renna svo mjög saman í eitt, að þeir hljóta að hafa lifað saman hlið við hlið, hafa gripið hvor inn á annars tíma, ef svo mætti segja, þó að hitt sé um leið óumdeilanlegt, að Hringaríkisstíllinn er eldra þró- unarstig og Úrnesstíll yngra. Hafa margir fræðimenn spreytt sig á að rekja þennan feril og þetta samspil. Engin ástæða er til að þræða slíkt hér, það hef ég áður gert í Kumlum og haugfé, sem þegar er til vitnað, og standa öll þau meginatriði föst enn í dag, en allt sem nýtt er og máli skiptir og síðan hefur betur skýrzt, er tekið til umræðu í áðurnefndri bók Wilsons og Klindt-Jensens. Þótt sjá megi Hringaríkisatriði á Þingvallahúni, er tvímælalaust, að hann ber að telja til Úrnesstíls, og skal þá vikið að einu merki- legu atriði. Húnninn er plastískt verk, en einn eðlismunur Hringa- ríkisstíls og Úrnesstíls er einmitt sá, að Úrnesstíllinn er miklu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.