Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 17
TÁ-BAGALL FRÁ ÞINGVÖLL]M
21
að varla getur nokkrum blandazt hugur um, að um sams konar hlut
sé að ræða.10 Virðist ekki ástæða til að nefna hér fleiri tannbagla
með tá-lagi, en allir eru þeir frá 11. eða 12. öld, ekki yngri.
Á Norðurlöndum hefur enginn tá-bagall varðveitzt né heldur
myndir af þeim, nema Þingvalla-bagallinn, því að varla getur verið
11. myncl. Alcester tá-stafurinn, útskorinn úr rostungstönn, enskt verk frá 11.
öld. TJr grein C. H. Read. — The Alcester Tau, carved from walrus ivory, an
Englisli work from the llth century.
nokkur vafi á, að hlutur þessi er ekkert annað en tá-bagall. Þegar
við fyrstu sýn kemur manni ekkert annað í hug en dálítill biskups-
stafur með tveimur krókum, og samanburður við þá tá-bagla, sem
varðveitzt hafa, styrkir í öllum greinum að það sé eina og rétta
skýringin. Áður hefur hann verið borinn saman við Kilkenny-bagal-
inn, en einnig má með fullum rétti bera hann saman við tannbagl-
ana, sem síðast voru taldir, þótt þeir séu afsprengi háþróaðrar listar
og menningar, en hann einfaldur og fremur grófgerður, mætti
kannski segja barbarískur í samanburði við þá. En sjáum til dæmis
hvernig krókarnir eru undnir upp á sama hátt og enda í dýrs-
hausum, sem horfa hvor til sinnar handar út frá stofni.20
Ekki liggur alveg ljóst fyrir, hvort einhver kirkjusiðalegur eðlis-
munur hefur verið á tá-bagli og venjulegum bagli með einum krók.
Frangoise Henry segist í nýútkominni bók sinni ekki vita til þess
að nein rannsókn hafi verið gerð á því, hvort þarna væri einhver
greinarmunur á. Sökum þess að þessar tvær gerðir bagla hafa sýni-
lega verið algengar hlið við hlið á Irlandi, en samt hafa frá tíma-
bilinu 8. öld til 12. aldar varðveitzt margir og ágætir krókbaglar
á móti aðeins einum tiltölulega íburðarlausum tá-staf, mætti ef til
vill draga þá ályktun, að tá-baglarnir hafi yfirleitt verið einfaldari