Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 40
44 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS er úr kirkjutóft. Ristur er hringur í grænleitt steinbrot (172), erfitt er að segja í hvaða tilgangi, einnig úr kirkjutóft. 1 smiðjutóftinni fundust 15 rauðir jaspissteinar saman í hrúgu (65), ávalir af vatns- núningi eða sjávar og mjög einkennilegir. Nokkrir tilhöggnir stein- ar fundust þar einnig sem virðast vera sleggjuhausar og einn reizlu- lóð. Brýnisbrot fundust mörg sem áður segir og allt niður í kirkju- tóft. Ekki hafa jarðfundin leirkersbrot verið rædd mikið hér á landi, enda verða þau sjaldan fundin hér í gömlum rústum. Þó má ætíð búast við slíku í rústum frá síðari öldum, einkum þeim sem nærri standa sjó eða verzlunarstöðum, því að vafalítið iðkuðu landsmenn sjálfir ekki leirkerasmíð. Leirkersbrot eru hin ákjósanlegustu til tímasetninga. Kemur það af því, að gera má ráð fyrir að leirmunir hafi ekki átt um of langa lífdaga óbrotnir meðal manna. En til þess að geta notfært sér slík brot til tímasetninga verður helzt að þekkja framleiðslustöðvar leirkeranna og framleiðsluskeið hverrar kergerðar út frá þeim. Má svo bera saman við aldur ýmissa annarra hluta frá fundarstöðum. En framleiðslustöðvarnar og rannsókn þeirra eru auðvitað hinn traustasti grundvöllur tímasetninganna. Því miður er margt ógert á sviði leirmunarannsókna, en sem betur fer mæðir það ekki mjög á okkur Islendingum, jafnlítið og við höfum af göml- um gripum af því tagi. Nokkur leirbrot urðu þó fundin og mæld að Varmá. Hugsanlegt er en þó fremur ólíklegt, að þau tvö leirkersbrot, sem dýpst lágu (152, 168) og eru úr sama hlut, úr hvítum glerungs- lausum leir, séu úr kirkjutóft. Önnur leirkers- og leirbrot voru í og ofar gólfskáninni í smiðjutóftinni. Erfitt er að finna þeim öllum hliðstæður, þó telur greinarhöfundur sig hafa fundið þær svo margar að úrslitaáhrif hafi á tímasetningu húsaleifanna. Leirkersbrot (194) er úr rauðleitum leir, barmbrot, með gulgrænum glerungi og er gler- ungurinn einungis innan á því. Utan á því næst barmbrúninni eru renndir þrír listar í leirinn samhliða henni, undir þeim hefur ker- veggurinn sveigzt inn og myndað vott um háls en síðan sveigzt út á ný þar sem sjálfur búkur kersins tekur við. Má heita nær alveg víst að brot þetta sé úr dönsku keri, ekki ósennilega þrífættu og með skafti.11 Leirbrotin (104, 179, 202, 231) eru að öllum líkindum úr einu og sama ílátinu. Eru þau rauðbrún á lit og má sjá á sumum þeirra að ílátið (gizka má á skál) hefur verið skreytt með hvítum leirröndum, sem liggja undir glæjum glerungi.15 Sennilega eru brot 11 Louis Ehlers (1967) bls. 33. 15 Myndir af nauðalíkum hlutum í Louis Ehlers (1967) bls. 23 og 36.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.