Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 42
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þessi einnig dönsk og næst að halda þau frá Kaupmannahöfn. Sam- kvæmt Louis Ehlers sem hér hefur verið vitnað til, mun mega rekja svona brot til átjándu aldar og e. t. v. nokkru fyrr. Eðlilegt virðist því að álíta þessi brot vitnisburð um hið sterka verzlunarsamband við Danmörku á átjándu öldinni. Nokkur önnur leirbrot fundust að Varmá, sem erfiðara er að greina en skýrt skal tekið fram að ekk- ert er því til fyrirstöðu að álíta þau dönsk einnig. Hér að framan hefur verið imprað á nokkrum tímasetningum, eink- um út frá gleri og leir. Er þá næst að líta á legu glers og leirs í hinum útgrafna hól að Varmá. Má draga saman í töflu dýptarmældar ein- ingar (sjá meðfylgjandi töflu). Dýptartölurnar eru miðaðar við mælingakerfi rannsóknarinnar, því miður reyndist of dýrt að mæla þær í hæð yfir sjávarmáli. Kemur glöggt fram á töflunni að gler og leir finnst ekki á meira dýpi en u. þ. b. 120 sm neðan við fasta- punkt rannsóknar, að undanteknu áðurnefndu glerperlubroti sem er allra glerja dýpst. Skilin eru vel ljós. Sé nú borið saman við skýr jarðlög sjálfra rústanna kemur fram á töflunni að gler og leir finnst ekki í kirkju- heldur í smiðjutóftinni fyrir ofan hana. í rústunum fannst eldfjallaöskulag. Þar var aðeins um eitt ein- angrað öskulag að ræða og var því ekki unnt að átta sig á öskulög- um fyrir ofan eða neðan og reyna þannig að fella mynd lóðskurðar inn í þau munstur sem Sigurður Þórarinsson hefur fengið fram með hinum víðtæku öskulagarannsóknum sínum. Eina örugga leið- in til tímasetningar öskulagsins að Varmá er því fornleifafræðileg. Þó verða fornleifafræðilegar tímasetningar sjaldan eins hárná- kvæmar og hinar sagnfræðilegu þar sem stuðzt er við ritaðar heim- ildir. Því fer þó fjarri að hér sé um tvær andstæðar vísindagrein- ar að ræða þar sem hvor níðist á annarri. Hitt er sanni nær að hvor um sig fyllir eyður hinnar. Þess vegna verður á hvoruga litið sem undirgrein hinnar. 1 þessu dæmi frá Varmá stoðar ekki að vitna til hinna traustustu og nákvæmustu sagnfræðilegu heimilda án þess að fornleifafræðilegum vinnuaðferðum hafi fyrst verið beitt. Hins vegar má hnykkja á hinni fornleifafræðilegu tímasetningu með rituðum heimildum. Af fyrrnefndri töflu og hinni grófu fornleifa- fræðilegu tímasetningu er ljóst að öskulagið hefur sennilega fallið á átjándu öldinni, fremur fyrr en síðar á henni. Eldfjallaöskulagið var kolsvart og fíngert. Samkvæmt hinum umfangsmiklu öskulaga- rannsóknum Sigurðar Þórarinssonar prófessors, er ólíklegt að ösku- lag þetta sé frá Heklu runnið. Virðist Katla helzt koma til greina. Sigurður getur öskulags úr Kötlu, sem skýrt sé í nágrenni Iteykja-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.