Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 62
66 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Óðum harðna í ári tók, enginn þvílíkt mundi, þá var satans sveitarbók sett í skinn af hundi. Önnur vísa hefur fyrirsögnina Bókband, og má af henni ráða, að ekki hafi allar bækur, sem Guðmundur fékk til bókbands, verið vel til reika: Reyðarvatns rifrildin rækallinn lækni bezt, öfug og umsnúin og illa saman fest, skinni þau skötubjór skítugum, eins og ber, gerði þá geiraþór greiðvikni stóra mér. Grallarinn, hin gamla messusöngs- og sálmabók þjóðarinnar, var að hverfa úr notkun um daga Guðmundar á Minna-Hofi. Þó sendi Ólafur Gunnarsson í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum honum marga Grallara til að skinnklæða og fékk þessa vísu fyrir fast- heldnina: Þó margir menn í heimi hér hafni Gröllurum sínum, hef ég þó jafnan hugfest mér að halda í sporð á minum. Þó sumum þyki þetta ver, þá skal hann brúkast, hvar ég er, eins vel á öllum tímum. Völ er nokkurra umsagna annarra manna um verk Guðmundar Péturssonar. Að honum er vikið í Iðnsögu íslands II, bls. 250, í kafl- anum um bókband, og er þar byggt á lýsingu Þorsteins Bjarnason- ar frá Háholti. Lýsingin er á þessa leið: „Guðmundur batt allar bækur í skinn á kjöl og hornum, pappír á hliðum. Skinnið var ís- lenzkt sauðskinn, og litaði hann það úr sortulyngslegi. Hann hafði kjölinn sléttan en ekki kúptan.“ Þess ber þegar að geta, að engin bók innbundin af Guðmundi á Minna-Hofi, sem þessi lýsing á við, hefur komið í leitirnar. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður minnist á Guðmund í bók sinni: Islenzkir listamenn II, bls. 93, og fer þar eftir sögn Jakobs Árnasonar frá Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi: „Hann (þ. e. Guð- mundur) gerði sjálfur stíla sína til að þrykkja með rósir og þess háttar skraut á bækur þær, er hann batt, og einhverju sinni, er hann sýndi kunningja sínum einn slíkan stíl, nýjan, sagði hann:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.