Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Qupperneq 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Óðum harðna í ári tók,
enginn þvílíkt mundi,
þá var satans sveitarbók
sett í skinn af hundi.
Önnur vísa hefur fyrirsögnina Bókband, og má af henni ráða, að
ekki hafi allar bækur, sem Guðmundur fékk til bókbands, verið vel
til reika:
Reyðarvatns rifrildin
rækallinn lækni bezt,
öfug og umsnúin
og illa saman fest,
skinni þau skötubjór
skítugum, eins og ber,
gerði þá geiraþór
greiðvikni stóra mér.
Grallarinn, hin gamla messusöngs- og sálmabók þjóðarinnar, var
að hverfa úr notkun um daga Guðmundar á Minna-Hofi. Þó sendi
Ólafur Gunnarsson í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum honum
marga Grallara til að skinnklæða og fékk þessa vísu fyrir fast-
heldnina:
Þó margir menn í heimi hér
hafni Gröllurum sínum,
hef ég þó jafnan hugfest mér
að halda í sporð á minum.
Þó sumum þyki þetta ver,
þá skal hann brúkast, hvar ég er,
eins vel á öllum tímum.
Völ er nokkurra umsagna annarra manna um verk Guðmundar
Péturssonar. Að honum er vikið í Iðnsögu íslands II, bls. 250, í kafl-
anum um bókband, og er þar byggt á lýsingu Þorsteins Bjarnason-
ar frá Háholti. Lýsingin er á þessa leið: „Guðmundur batt allar
bækur í skinn á kjöl og hornum, pappír á hliðum. Skinnið var ís-
lenzkt sauðskinn, og litaði hann það úr sortulyngslegi. Hann hafði
kjölinn sléttan en ekki kúptan.“ Þess ber þegar að geta, að engin
bók innbundin af Guðmundi á Minna-Hofi, sem þessi lýsing á við,
hefur komið í leitirnar.
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður minnist á Guðmund í bók
sinni: Islenzkir listamenn II, bls. 93, og fer þar eftir sögn Jakobs
Árnasonar frá Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi: „Hann (þ. e. Guð-
mundur) gerði sjálfur stíla sína til að þrykkja með rósir og þess
háttar skraut á bækur þær, er hann batt, og einhverju sinni, er
hann sýndi kunningja sínum einn slíkan stíl, nýjan, sagði hann: