Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 73
BEINAFUNDUR í SEYÐISFIRÐl 77 ekki fyrir enda grafarinnar. En gröf þessi var harla einkennileg. Hún var hlaðin úr grjóti og var um 0,60 m á breidd innan veggja. Hleðslan var einföld steinaröð, og virtist liafa verið vel frá gengið. Gafl var einnig hlaðinn að vestanverðu, austurendann grófum við ekki upp, eins og fyrr getur, því að aðeins var grafinn hinn ákveðni hringflötur gryfjunnar. Ofan á kistubörmunum lágu aflangir stein- ar, sem lokuðu kistunni, og yfir brjósti hins látna lá myndarleg hella, sem tók út yfir veggina. Þetta var steinkista löngu liðins tíma. Undir steingröfinni var mold. Engar trjáleifar fundum við þarna. Moldin virtist einkennilega laus. I suðausturbarmi gryfjunnar var lárétt hola ósamanfallin. Hafði hola þessi ákveðna lögun, ferkönt- uð, og var hún um 35 sm á hvern kant. Ég geri ráð fyrir, að við höfum spillt nokkru af holu þessari við uppgröftinn, en það sem inni í veggnum var eftir af holunni, mældist mér um 0,50 m á lengd. Ekki voru þar trjáleifar svo að við þekktum þær. Annars var þarna ekki hrein mold, það voru þarna auðsjáanlega leifar einhverra annarra efna, sem við þó ekki gátum gert okkur grein fyrir. Ef til vill trjáleifar, klæðaleifar eða jafnvel beinaleifar. Enga muni fundum við í gryfjunni, en vel gat margt hafa farið þar forgörðum með því vinnulagi sem þarna var viðhaft. Frá yfirborði og niður að ,,skáp“ þessum var 1,50 m. Ofan til í gryfjunni, í meters dýpt og um meters fjarlægð suðvestur frá fyrri beinagrindinni, fundum við aflangan stein með sléttum flötum og ferkantaðan. Steinn þessi var ca 0,30 m á hvern kant. Lengdin var víst mikil. Við brutum endann af steini þessum með sleggju, og brotnaði hann þvert yfir við gryfjubarminn. Var þetta allstórt stykki, sem við náðum í. Við at- hugun kom í ljós, að steinn þessi var eldi farinn, líkt og hlóðar- steinar. Gryfjan var svo hlaðin innan með seigum mýrarkökkum næsta vor. Var sett í botn hennar gott frárennsli, svo að aldrei var í henni nein veruleg væta. Hún hefur verið notuð árlega síðan, en er nú (1954) komin að falli og verður sennilega ekki byggð upp aftur á næstunni, nema þá að ábúendaskipti verði á jörðinni. Mér sárnaði á sínum tíma að vinna þetta verk. Ég veit að við vorum að eyðileggja rannsóknarefni, sem fornfræðingar hefðu ef- iaust getað unnið mikið úr. En þrátt fyrir þessi hervirki á þessum einkennilega dularfulla stað er þó ennþá mikið hægt að gera og ef til vill bæta að mestu þau spjöll, sem við vorum látnir gera þarna fyrir 16 árum síðan. Ef til vill mætti fá þarna vitneskju um ýmislegt, fróðleik um löngu liðinn tíma, sem meðal annars brugðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.