Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 83

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 83
ÁRNI BJÖRNSSON SUMARDAGURINN FYRSTI Hið forna íslenzka tímatal var að ýmsu leyti sérstætt. Reiknað var í misserum, sumrum og vetrum, og höfuðáherzla lögð á vikutaln- ingu, en ekki mánaða. 1 tveimur misserum, sumri og vetri, voru venjulega taldar 52 vikur réttar (364 dagar), en aukaviku, lagn- ingarviku eða sumarauka, bætt við sumarmisserið á nokkurra ára fresti til að halda samræmi við árstíðirnar. 1 vetri töldust 25 vikur og 5 dagar, en í sumri 26 vikur og 2 dagar, eða 27 vikur og 2 dagar, ef sumarauki var. Reglur um sumarauka virðast hafa verið lög- leiddar á 10. öld að ráði Þorsteins surts, en síðar lagfærðar og kom- ið í fast horf á 12. öld. Frá því á 12. öld eru einnig til reglur um skiptingu misseranna í mánuði. 1 hverjum mánuði voru 30 dagar, þannig að í sumar- misserinu urðu 4 dagar umfram, aukanætur, að viðbættri lagn- ingarvikunni í sumaraukaárum. Nöfn mánaðanna voru nokkuð á reiki, og flest bendir til þess, að mánaðatal hafi lítið verið notað áður fyrr af almenningi. Núverandi almanaksmánuðir (janúar, febrúar o. s. frv.) náðu ekki útbreiðslu á íslandi fyrr en á 18. öld. Þau gömlu mánaðanöfn, sem einna fastastan sess virðast hafa átt í vitund og máli manna, eru þorri, sem hafizt getur 19.—25. janúar, góa, einmánuður og harpa, en þessir mánuðir einir koma við sögu hér á eftir. Ekki eru heimildir um, að tímatal sem þetta hafi verið ráðandi annars staðar í veröldinni, a. m. k. ekki í Evrópu, en trúlegt er, að frumþættir þess hafi verið við lýði í Norður-Evrópu fyrir Islands byggð og lifað lengur meðal alþýðu manna. A. m. k. er sumardags- ins fyrsta getið í norskum fornbréfum frá 14. öld (D. N. III 157, 203—204, V 106, VI 387). Samkvæmt þessu tímatali er fyrsti dagur sumarmisseris fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl, þ. e. 19.—25. <*• ■k
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.