Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 83
ÁRNI BJÖRNSSON
SUMARDAGURINN FYRSTI
Hið forna íslenzka tímatal var að ýmsu leyti sérstætt. Reiknað
var í misserum, sumrum og vetrum, og höfuðáherzla lögð á vikutaln-
ingu, en ekki mánaða. 1 tveimur misserum, sumri og vetri, voru
venjulega taldar 52 vikur réttar (364 dagar), en aukaviku, lagn-
ingarviku eða sumarauka, bætt við sumarmisserið á nokkurra ára
fresti til að halda samræmi við árstíðirnar. 1 vetri töldust 25 vikur
og 5 dagar, en í sumri 26 vikur og 2 dagar, eða 27 vikur og 2 dagar,
ef sumarauki var. Reglur um sumarauka virðast hafa verið lög-
leiddar á 10. öld að ráði Þorsteins surts, en síðar lagfærðar og kom-
ið í fast horf á 12. öld.
Frá því á 12. öld eru einnig til reglur um skiptingu misseranna
í mánuði. 1 hverjum mánuði voru 30 dagar, þannig að í sumar-
misserinu urðu 4 dagar umfram, aukanætur, að viðbættri lagn-
ingarvikunni í sumaraukaárum. Nöfn mánaðanna voru nokkuð á
reiki, og flest bendir til þess, að mánaðatal hafi lítið verið notað
áður fyrr af almenningi. Núverandi almanaksmánuðir (janúar,
febrúar o. s. frv.) náðu ekki útbreiðslu á íslandi fyrr en á 18. öld.
Þau gömlu mánaðanöfn, sem einna fastastan sess virðast hafa átt
í vitund og máli manna, eru þorri, sem hafizt getur 19.—25. janúar,
góa, einmánuður og harpa, en þessir mánuðir einir koma við sögu
hér á eftir.
Ekki eru heimildir um, að tímatal sem þetta hafi verið ráðandi
annars staðar í veröldinni, a. m. k. ekki í Evrópu, en trúlegt er, að
frumþættir þess hafi verið við lýði í Norður-Evrópu fyrir Islands
byggð og lifað lengur meðal alþýðu manna. A. m. k. er sumardags-
ins fyrsta getið í norskum fornbréfum frá 14. öld (D. N. III 157,
203—204, V 106, VI 387). Samkvæmt þessu tímatali er fyrsti dagur
sumarmisseris fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl, þ. e. 19.—25.
<*•
■k