Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 84
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS apríl. I svonefndum gamla stíl, þ. e. júlíanska tímatalinu, sem gilti hér á landi fram til 1700, var hann fyrsti fimmtudagur eftir 8. apríl, þ. e. 9.—15. apríl.1 Sumardagurinn fyrsti sést fyrst bókfestur í Grágásarhandritun- um Konungsbók, sem talið er frá miðri 13. öld, og Staðarhólsbók, sem talin er frá síðari hluta sömu aldar. Þá er hann að finna í Jóns- bókarhandriti frá því um 1300 og í handriti af Sögu Hákonar Há- konarsonar frá 14. öld, en sú heimild er eldri, hafi nafnið staðið í frumriti Sturlu Þórðarsonar, sem dó 1284, en mun hafa lokið við sögu Hákonar um 1265. (Grágás, Konungsbók, anden Del, Khöfn 1852, bls. 100—101, Staðarhólsbók, Khöfn 1879, bls. 437, Jónsbók, Khöfn 1904, bls. 128, Fornmannasögur IX 511). Hann er nefndur í Calendario, Islenzku rími, sem gefið var út á Hólum 1597 og er líklega samið af Guðbrandi biskupi Þorlákssyni eða Arngrími Jóns- syni lærða. Þar er þessi sumarkomuregla á bls. C iiij v: Tel frá Maríu messu á föstu tvo fimmtudaga lausa, og sá þriðji þar næsti, hann er sumardagur hinn fyrsti. Samhljóða klausur eru í bókum Þórðar biskups Þorlákssonar, Énchiridion, Hólum 1671 og Calen- darium perpetuum, Skálholti 1692. Jón biskup Árnason nefnir dag- inn í Fingrarími sínu 1739 og sr. Jón Steingrímsson í Skýrslum um Skaftárelda (Safn til sögu Islands IV) 43). Þá er hans getið sem „forste Sommerdag“ í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar, Soro 1772, bls. 26. Dagurinn er svo frá upphafi skráður í fyrstu reglulegum almanökum íslenzkum, sem gefin voru út í Kaup- mannahöfn af Finni Magnússyni prófessor frá 1837 og haldið áfram af Jóni Sigurðssyni, unz Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags tók við árið 1875. Hvergi er þó í heimildum þessum rætt um hátíðabrigði eða daga- mun í sambandi við daginn nema í Ferðabók Eggerts og Bjarna, þar sem svo segir í íslenzku þýðingunni frá 1943: ,,Á sumardag- inn fyrsta, sem er fimmtudagur á milli 18. og 25. apríl, gefur hver heimilisfaðir fólki sínu eitthvert góðgæti af forða síðasta árs, t. d. reykta bringukolla, rikling, rafabelti og nýtt smér.“ (Bls. 17). Annars er ekki getið um neina útafbreytni í tilefni dagsins fyrr en í þjóð- sögum og endurminningum frá síðari hluta 19. aldar, en þá ber mönnum mjög saman um, að hann sé gamall og mikill hátíðisdagur og gangi yfirleitt næst jólunum sem veraldleg, alþýðleg hátíð. Stór- hátíðir kirkjunnar aðrar en jólin, þ. e. páskar og hvítasunna, virð- 1 Aðgengilegastar skýringar á þessum tímatalshugtökum er að finna í Al- manaki Hins islenzka þjóðvinafélags 1969, bls. 189—195.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.