Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 86
90 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS „Sögn er um, að ungir menn hafi átt að heilsa einmánuði og ungar stúlkur hörpu á sama hátt og bændur og húsfreyjur þorra og góu, og þriðjudagur fyrsti í einmánuði er stundum nefndur yngismannadagur. (Sbr. J. Á., í. þ. II 573). Einmánaðarsamkoma eða heitdagur Eyfiröinga var haldinn við og við í Eyjafirði síðan á 14. öld. Var það þriðjudagurinn fyrstur í einmánuði og haldinn helgur, messað og safnað gjöfum til fátækra; bannað í tilsk. 29. maí 1744. (Sbr. Árb. Esp. II 87; Pétur Pétursson, Hist. eccl. 36). Sumardagurinn fyrsti var lengi mesta hátíð á landi hér, næst jólunum. Enda var það ekki að furða, þar sem ísland er hart land og hverjum manni kært áhugamál, að sumarið komi sem fyrst. Þá var fyrrum haldið heilagt og messað, en það var aftekið með tilskipun 29. maí 1744, 23. gr., en venja hefir það verið, að minnsta kosti hér nyrðra, að fólk ætti frí þann dag. Þá var vant að lesa, undir eins og komið var á fætur, en síðan var skammtað ríflega af öllu því bezta, er búið átti til, hangiket, magálar, sperðlar, pott- brauð, flot, smér og önnur gæði. Víða var og sent í kaupstað fyrir sumarmálin til þess að fá sér á kút, því að þá var oftast tekið að gerast tómlegt heima; og eftir að kaffi fór að flytjast, varð al- gengt að gefa kaffi og lummur á sumardaginn fyrsta. Það mátti ekki til sleppa með það, að geta fagnað sumrinu sem bezt auðið var. Þá var og annað, sem ekki einkenndi þann dag síður; það voru sumargjafirnar. I stað þess að aðrar þjóðir hafa jólagjafir og nýársgjafir, hafa sumargjafirnar einar verið hér þjóðlegar um langan aldur og eru enn í dag, að minnsta kosti hér norðanlands. Hjónin gáfu hvort öðru gjafir og börnum sínum og stundum öllu heimafólkinu. Börnin og heimafóikið gáfu stundum húsbændun- um gjafir aftur, og svo hvert öðru. Oft voru gefnar heljar-stórar pottkökur, og þóttu þær kostagjafir á þeim árum, þegar lítið var um brauð hér á landi. (Sagt er fyrir satt, að hjón ein vestur á Vatnsnesi hafi á síðara hluta 19. aldar gefið hvort öðru stóreflis pottköku alla sína samverutíð (Eimr. XII 106, úr æskuminningum Ólafar á Hlöðum)). Nú er þessi siður að leggjast niður, að minnsta kosti í kaupstöðunum og í nánd við þá, og útlenda lagið með jóla- gjafir að koma í staðinn. En svo fátt eigum vér Islendingar af þjóðlegum menjum, að það má ekki minna vera en haldið sé í það, sem enn er til. (Georg Búason úr Strandasýslu segir, að þar sé alltaf vani, að konan fari í húsin með bóndanum að skoða féð á sumardaginn fyrsta (1913). Sama segir Ólöf á Hlöðum hafi verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.