Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
„Sögn er um, að ungir menn hafi átt að heilsa einmánuði og
ungar stúlkur hörpu á sama hátt og bændur og húsfreyjur þorra
og góu, og þriðjudagur fyrsti í einmánuði er stundum nefndur
yngismannadagur. (Sbr. J. Á., í. þ. II 573).
Einmánaðarsamkoma eða heitdagur Eyfiröinga var haldinn við
og við í Eyjafirði síðan á 14. öld. Var það þriðjudagurinn fyrstur
í einmánuði og haldinn helgur, messað og safnað gjöfum til
fátækra; bannað í tilsk. 29. maí 1744. (Sbr. Árb. Esp. II 87; Pétur
Pétursson, Hist. eccl. 36).
Sumardagurinn fyrsti var lengi mesta hátíð á landi hér, næst
jólunum. Enda var það ekki að furða, þar sem ísland er hart land
og hverjum manni kært áhugamál, að sumarið komi sem fyrst.
Þá var fyrrum haldið heilagt og messað, en það var aftekið með
tilskipun 29. maí 1744, 23. gr., en venja hefir það verið, að minnsta
kosti hér nyrðra, að fólk ætti frí þann dag. Þá var vant að lesa,
undir eins og komið var á fætur, en síðan var skammtað ríflega
af öllu því bezta, er búið átti til, hangiket, magálar, sperðlar, pott-
brauð, flot, smér og önnur gæði. Víða var og sent í kaupstað fyrir
sumarmálin til þess að fá sér á kút, því að þá var oftast tekið að
gerast tómlegt heima; og eftir að kaffi fór að flytjast, varð al-
gengt að gefa kaffi og lummur á sumardaginn fyrsta. Það mátti
ekki til sleppa með það, að geta fagnað sumrinu sem bezt auðið
var. Þá var og annað, sem ekki einkenndi þann dag síður; það
voru sumargjafirnar. I stað þess að aðrar þjóðir hafa jólagjafir
og nýársgjafir, hafa sumargjafirnar einar verið hér þjóðlegar um
langan aldur og eru enn í dag, að minnsta kosti hér norðanlands.
Hjónin gáfu hvort öðru gjafir og börnum sínum og stundum öllu
heimafólkinu. Börnin og heimafóikið gáfu stundum húsbændun-
um gjafir aftur, og svo hvert öðru. Oft voru gefnar heljar-stórar
pottkökur, og þóttu þær kostagjafir á þeim árum, þegar lítið var
um brauð hér á landi. (Sagt er fyrir satt, að hjón ein vestur á
Vatnsnesi hafi á síðara hluta 19. aldar gefið hvort öðru stóreflis
pottköku alla sína samverutíð (Eimr. XII 106, úr æskuminningum
Ólafar á Hlöðum)). Nú er þessi siður að leggjast niður, að minnsta
kosti í kaupstöðunum og í nánd við þá, og útlenda lagið með jóla-
gjafir að koma í staðinn. En svo fátt eigum vér Islendingar af
þjóðlegum menjum, að það má ekki minna vera en haldið sé í það,
sem enn er til. (Georg Búason úr Strandasýslu segir, að þar sé
alltaf vani, að konan fari í húsin með bóndanum að skoða féð á
sumardaginn fyrsta (1913). Sama segir Ólöf á Hlöðum hafi verið