Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 87
SUMARDAGURINN FYRSTI 91 á Vatnsnesi (Eimr. XII 105)). Algengt var það og þann dag, að unglingar söfnuðust saman til þess að glíma, og bændurnir riðu út til þess að hressa sig hver hjá öðrum, þegar bærilega voraði og ekki var kúturinn orðinn tómur. Nú er víða orðið mjög dauft yfir þessum degi, einkum syðra, og er illt til þess að vita. (J. Á., í. þ. II 575—6; Huld III 49; Eimr. XII 105; Tímar. XIII 199; E. Ól. 26). Jónas Jónasson tekur varfærnislega til orða svo sem hans var von: sögn er, stundum, aö minnsta kosti hér nyröra, ví'öa, oft, oftast, algengt, einlcum o. s. frv. Samt fer auðvitað ekki hjá því, að í endur- sögn séu þessar upplýsingar einatt alhæfðar, svo að í vitund alls þorra almennings gilda venjur þær, sem nefndar eru, sem viðtek- inn siður um land allt í fyrri tíð. Þá er varnöglunum annaðhvort sleppt með öllu eða í stað víÖa kemur alls staðar, fyrir oft kemur alltaf o. s. frv. Auk þess má ekki ganga fram hjá því, að jafnvel hin- um heiðarlegasta safnara hættir til þess að skrifa fremur um hið óvenjulega en hið almenna, og væri alger ofætlun að telja Jónas Jónasson og heimildarmenn hans sneydda þessum veikleika. Svo er vitaskuld um flesta hluti, sem drepið er á í bókum sem þessari. Hneigðin til einföldunar og alhæfingar gerir jafnan vart við sig. Það væri því ómaksins vert að freista þess að kanna, hver væri munurinn á staðhæfingum sem þessum og þeim veruleika, sem í raun ríkti. Vorið 1969 sendi þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins út spurninga- skrá um sumardaginn fyrsta, og er það raunar eina skráin af 22, sem tekin hefur verið saman um einstaka hátíðisdaga þjóðarinnar. I skrá þessari var spurt um öll þau atriði, sem getið er hjá Jónasi Jónassyni hér að framan, en auk þess um ýmis fleiri, sem nefnd eru annars staðar eða spurnir voru af, að tíðkazt hefðu, svo sem um drauma, sumarboða, sumartunglið, veður fyrstu sumarnótt o. fl. Alls bárust 95 bein svör úr öllum sýslum landsins nema Gullbringu- og Kjósarsýslu, og skiptust þau yfirleitt nokkuð jafnt milli héraða: flest 8 úr Eyjafjarðarsýslu og Norður-Múlasýslu, en fæst 2 úr Austur-Skaftafellssýslu. Auk þess var nokkur hópur manna hvaðan- æva af iandinu spurður munnlega um ýmis þessara atriða. Sam- tals urðu svörin því 110 frá 27 konum og 83 körlum, en þess ber auðvitað að gæta, að ekki veittu allir svör við sérhverri spurningu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.