Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 87
SUMARDAGURINN FYRSTI
91
á Vatnsnesi (Eimr. XII 105)). Algengt var það og þann dag, að
unglingar söfnuðust saman til þess að glíma, og bændurnir riðu
út til þess að hressa sig hver hjá öðrum, þegar bærilega voraði
og ekki var kúturinn orðinn tómur. Nú er víða orðið mjög dauft
yfir þessum degi, einkum syðra, og er illt til þess að vita. (J. Á.,
í. þ. II 575—6; Huld III 49; Eimr. XII 105; Tímar. XIII 199;
E. Ól. 26).
Jónas Jónasson tekur varfærnislega til orða svo sem hans var
von: sögn er, stundum, aö minnsta kosti hér nyröra, ví'öa, oft, oftast,
algengt, einlcum o. s. frv. Samt fer auðvitað ekki hjá því, að í endur-
sögn séu þessar upplýsingar einatt alhæfðar, svo að í vitund alls
þorra almennings gilda venjur þær, sem nefndar eru, sem viðtek-
inn siður um land allt í fyrri tíð. Þá er varnöglunum annaðhvort
sleppt með öllu eða í stað víÖa kemur alls staðar, fyrir oft kemur
alltaf o. s. frv. Auk þess má ekki ganga fram hjá því, að jafnvel hin-
um heiðarlegasta safnara hættir til þess að skrifa fremur um hið
óvenjulega en hið almenna, og væri alger ofætlun að telja Jónas
Jónasson og heimildarmenn hans sneydda þessum veikleika. Svo er
vitaskuld um flesta hluti, sem drepið er á í bókum sem þessari.
Hneigðin til einföldunar og alhæfingar gerir jafnan vart við sig.
Það væri því ómaksins vert að freista þess að kanna, hver væri
munurinn á staðhæfingum sem þessum og þeim veruleika, sem í
raun ríkti.
Vorið 1969 sendi þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins út spurninga-
skrá um sumardaginn fyrsta, og er það raunar eina skráin af 22,
sem tekin hefur verið saman um einstaka hátíðisdaga þjóðarinnar.
I skrá þessari var spurt um öll þau atriði, sem getið er hjá Jónasi
Jónassyni hér að framan, en auk þess um ýmis fleiri, sem nefnd
eru annars staðar eða spurnir voru af, að tíðkazt hefðu, svo sem
um drauma, sumarboða, sumartunglið, veður fyrstu sumarnótt o. fl.
Alls bárust 95 bein svör úr öllum sýslum landsins nema Gullbringu-
og Kjósarsýslu, og skiptust þau yfirleitt nokkuð jafnt milli héraða:
flest 8 úr Eyjafjarðarsýslu og Norður-Múlasýslu, en fæst 2 úr
Austur-Skaftafellssýslu. Auk þess var nokkur hópur manna hvaðan-
æva af iandinu spurður munnlega um ýmis þessara atriða. Sam-
tals urðu svörin því 110 frá 27 konum og 83 körlum, en þess ber
auðvitað að gæta, að ekki veittu allir svör við sérhverri spurningu,