Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 91
SUMARDÁGURÍNN FYRSTÍ Ó5 orðum, klæðaburði o. s. frv. Á Eyrarbakka þótti von á votviðrasömu sumri, ef mann dreymdi konu með Margrétar nafni, og því lang- vinnari vætutíð sem þær voru fleiri. Litir tákna sýnilega nokkuð í draumum. Dökkur litur, grænn og rauður boðaði hlýju og gróður, en hvítt í draumi, t. d. ull, var fyrir snjókomu og vorhörkum eða jafnvel hafís. Gestur í hvítu að ofan, en dökku að neðan, merkti á Hornströndum kalt og hvítt vor. Á Svalbarðsströnd boðuðu gráar skepnur kalt, en rauðar gott sumar. Dæmin um konur, klæðaburð og liti eru annars svo fá, að óheimilt virðist að draga af þeim nokkrar ályktanir um útbreiðslu slíkra ráðninga eftir landshlutum, þótt Austurland sýnist einna fátækast af þessu fyrirbrigði. Búmannsleg varfærni sýnist yfirleitt ríkjandi í þeim fáu drauma- ráðningum, sem borizt hafa: fullar hlöður og græn jörð boðuðu kulda og heyþrot, en tóm heystæði og lítill matur í búri vissi á hlý- indi. Heyflekkir á túni eða loðnar engjar boðuðu votviðri eða jafn- vel snjókomu á sumrinu. Líkt er að segja um fiskkasir á velli í sjáv- arplássum. Margt sauðfé, einkum hvítt, boðar yfirleitt kulda og hörku, en rauðir stórgripir eru fyrir hláku, og fer vindhraðinn eftir ferð gripanna. Tvær heimildir geta þess, að ölvaðir menn í draumi séu fyrir hláku og því meiri bráðaþey sem þeir séu drukkn- ari. Er önnur þeirra af Snæfellsnesi, en hin úr Skagafirði austan- verðum. SUMARBOÐAR Um var spurt, hvort menn hefðu tekið mark á einhverju í atferli dýra, komutíma farfugla eða háttum annarra fugla, skordýra eða orma, svo og gróðri jarðar. Við þessu bárust mun fleiri svör en um draumana, eða 74. Lang- flestir (66) taka mark á háttum fugla, einkum komu farfugla og hljóðum þeim, sem þeir gefa frá sér. Helztu spáfuglar eru lóan og spóinn, en næstir koma hrossagaukur og skógarþröstur, síðan hrafn og máríátla. Nefndir eru auk þess tjaldur, stelkur, álft, gæs, rjúpa, snjótittlingur, kjói, kría, auðnutittlingur, steindepill og músarrindill, en aðeins einu sinni til tvisvar liver. Menn virðast nokkuð sammála því um land allt, að spóinn sé mikill spáfugl og megi nokkurn veginn treysta því, að stórhret séu úti, þegar hann heyrist langvella. Til eru fjölmörg afbrigði kviðl- ingsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.