Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Qupperneq 91
SUMARDÁGURÍNN FYRSTÍ
Ó5
orðum, klæðaburði o. s. frv. Á Eyrarbakka þótti von á votviðrasömu
sumri, ef mann dreymdi konu með Margrétar nafni, og því lang-
vinnari vætutíð sem þær voru fleiri.
Litir tákna sýnilega nokkuð í draumum. Dökkur litur, grænn og
rauður boðaði hlýju og gróður, en hvítt í draumi, t. d. ull, var
fyrir snjókomu og vorhörkum eða jafnvel hafís. Gestur í hvítu
að ofan, en dökku að neðan, merkti á Hornströndum kalt og hvítt
vor. Á Svalbarðsströnd boðuðu gráar skepnur kalt, en rauðar gott
sumar. Dæmin um konur, klæðaburð og liti eru annars svo fá, að
óheimilt virðist að draga af þeim nokkrar ályktanir um útbreiðslu
slíkra ráðninga eftir landshlutum, þótt Austurland sýnist einna
fátækast af þessu fyrirbrigði.
Búmannsleg varfærni sýnist yfirleitt ríkjandi í þeim fáu drauma-
ráðningum, sem borizt hafa: fullar hlöður og græn jörð boðuðu
kulda og heyþrot, en tóm heystæði og lítill matur í búri vissi á hlý-
indi. Heyflekkir á túni eða loðnar engjar boðuðu votviðri eða jafn-
vel snjókomu á sumrinu. Líkt er að segja um fiskkasir á velli í sjáv-
arplássum. Margt sauðfé, einkum hvítt, boðar yfirleitt kulda og
hörku, en rauðir stórgripir eru fyrir hláku, og fer vindhraðinn
eftir ferð gripanna. Tvær heimildir geta þess, að ölvaðir menn í
draumi séu fyrir hláku og því meiri bráðaþey sem þeir séu drukkn-
ari. Er önnur þeirra af Snæfellsnesi, en hin úr Skagafirði austan-
verðum.
SUMARBOÐAR
Um var spurt, hvort menn hefðu tekið mark á einhverju í atferli
dýra, komutíma farfugla eða háttum annarra fugla, skordýra eða
orma, svo og gróðri jarðar.
Við þessu bárust mun fleiri svör en um draumana, eða 74. Lang-
flestir (66) taka mark á háttum fugla, einkum komu farfugla og
hljóðum þeim, sem þeir gefa frá sér. Helztu spáfuglar eru lóan og
spóinn, en næstir koma hrossagaukur og skógarþröstur, síðan hrafn
og máríátla. Nefndir eru auk þess tjaldur, stelkur, álft, gæs, rjúpa,
snjótittlingur, kjói, kría, auðnutittlingur, steindepill og músarrindill,
en aðeins einu sinni til tvisvar liver.
Menn virðast nokkuð sammála því um land allt, að spóinn sé
mikill spáfugl og megi nokkurn veginn treysta því, að stórhret séu
úti, þegar hann heyrist langvella. Til eru fjölmörg afbrigði kviðl-
ingsins