Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
uppstigningardagsírennsli á Fljótsdalshéraði. Loks er svo vinnuhjúa-
hretið um 14. maí, og er það aðeins nefnt einu sinni; í Eyjafirði.
Fleiri heiti er að finna á bókum, svo sem kóngsbænadagsíhlaup,
krossmessukast, uppstigningardagsrumba, hvítasunnusnas, spóahret,
skiparumba, fráfæruhret og rúningarhret. (Sbr. Isl. þjóðhættir 136).
SUMARTUNGLIÐ
Við þessu barst 91 svar, og eru næstum öll á einn veg: að fólk
hafi látið svara sér í sumartunglið, en ekki verið tekið nema hóflega
mikið mark á því víðast hvar. Sá sem leit sumartunglið í fyrsta
sinn átti að steinþegja og bíða þess, að hann væri ávarpaður. Úr
því ávarpi mátti svo lesa merkingu, líkt og véfrétt væri.
Sögur um slík tilsvör eru ekki fjölskrúðugar. Langþekktust er
sagan um stúlkuna trúlofuðu, sem settist á stólgarm, kistil eða
kassa og fékk þá þetta ávarp: „Varaðu þig, hann er valtur.“ Unn-
ustinn sveik hana um sumarið. Mjög algeng er einnig ótrú á því
að láta bjóða sér góða nótt eða ráðleggja sér að fara að hátta eða
hvíla sig. Það á að boða feigð.
Af þessum níutíuogeinum eru þó 11, sem ekki virðast kannast við
hina almennu skýringu. Fimm þeirra eru úr Vestur-Barðastrandar-
og Vestur-ísafjarðarsýslu, en frá þessu svæði svara reyndar ekki
nema átta. Úr Austur-Skaftafellssýslu svara aðeins tveir, og kann
annar engar sagnir um þetta, en hinn telur, að fyrir hafi komið, að
menn tækju upp á þessu austur þar, eftir að þjóðsögur Jóns Árna-
sonar komu út. Er hér komið eitt dæmi um áhrif bóklesturs á siði
manna og venjur. Tveir menn í tilbót kannast ekki við þennan sið,
og er annar af Fljótsdalshéraði, en hinn úr Núpasveit í Norður-
Þingeyjarsýslu. Svo mörg jákvæð svör eru þó frá þessum svæðum
báðum, að lítið mark er að undantekningunum. Þá eru tveir menn
enn, sem aðeins geta um sumartunglið í sambandi við veðurfar. Er
annar úr Héðinsfirði norður og segir tvö næstu tungl hafa átt að
fara eftir sumartunglinu veðurfarslega. Hinn er frá Eyrarbakka,
og þóttu þar líkur á því, að vindar blésu meira úr þeirri átt en öðr-
um, þar sem tunglið var statt á braut sinni, þegar það sprakk út,
sem kallað var. Loks segir heimildarmaður úr Mýrdal, að það hafi
átt að boða gott sumar og fljótsprottna jörð, ef sumartunglið var
efnilegt, þ. e. sást skýrt mjög fljótlega, og átti þá helzt að sjást öll
umgerð þess. Þó var ekki sem heillavænlegast, að það væri mjög