Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 102
106 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Mjög var misjafnt á hvaða tíma dags góðgjörðir voru veittar. Á nokkrum bæjum hefur fólki verið fært í rúmið um morguninn, helzt þó börnum og gamalmennum, en einnig eru dæmi þess (af Fells- strönd og úr Hreppum), að húsfreyja færi manni sínum, börnum og jafnvel öllu heimilisfólki á sængina. Eðlilega er þetta þó sjald- gæft, þar eð venjulegra var, að allir vildu koma sér sem fyrst á fæt- ur á þessum degi, eins og síðar mun að vikið. Annars sýnist algeng- ast, að drykkur og meðlæti væri gefið fyrir hádegi að afloknum gegningum, en aðalmáltíðin kl. 3 eftir hádegi, eins og venja var á þessum tíma víðast hvar. Hangiket er sá átmatur, sem oftast er getið, en af spónamat er helzt nefndur þykkur grjónagrautur með rúsínum og rjóma, og er þó ekki mjög algengur. Af drykk er oftast nefnt kaffi og sem með- læti lummur og/eða pönnukökur, en sums staðar merkir það eitt og hið sama. I stórum dráttum er þetta líkur matur og á jólum og nýári, nema nú er aldrei nýtt kjöt, eins og sums staðar var á jól- unum, enda fé óhentugt til frálags á vorin. Þó er á einum stað getið um kálfasteik, væri kostur á. Hangiket er nefnt í öllum landshlutum nema Norður-Þingeyjar- sýslu og ber það saman við annað, að einna minnst sýnist hafa verið haldið til dagsins á því svæði. Líkt er að segja um kaffið: af fjórum svörum úr N. Þing. getur aðeins eitt þeirra um kaffi, en það er ann- ars nefnt í öllum sveitum nema Rangárvallasýslu, sem hlýtur nán- ast að vera tilviljun. Kaffi þótti á þessum tíma talsvert nýnæmi, og var ekki bruðlað með það meðal almennings. Annar algengastur átmatur eru magálar og lundabaggar. Mag- álar eru oftast nefndir á Vestfjarðakjálkanum, en einnig í Húna- þingi, Skagafirði og Eyjafirði. Þeirra er rétt aðeins getið í Suður- Þingeyjarsýslu og á Héraði, en ekki í N.-Þingeyjarsýslu og alls ekki á Suður- né Vesturlandi sunnan Vestfjarða, utan einu sinni í Mýr- dal. Á einum stað, í Ingólfsfirði, voru þeir auknefndir „villibráð". Það voru magálar, sem lagðir voru niður heitir að hausti. Lunda- baggar eru nefndir á sama svæði nema hvorki í Húnaþingi né á Héraði. Af öðrum réttum er að telja eftir tíðni: rikling, bringukolla, svið, blóðmör, kæfu, rafabelti og hákarl. Minnir þetta mikið á fyrrnefnda lýsingu Eggerts Ólafssonar frá miðri 18. öld, en hún átti reyndar við Kjósarsýslu. Riklingur og rafabelti eru í okkar svörum nær einvörðungu á svæðinu frá Fellsströnd til Hornstranda, en þó er riklings einnig getið í Héðinsfirði. Loks er saltkjöt nefnt við Isa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.