Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 105
SUMARDÁGURlNN fyrsti 109 sýslu er því lýst, að matur þessi væri geymdur í sérstöku íláti. Var þá tekið frá í trédalli eða sá, blóðmörskeppir og lundabaggar og geymdir í skyri, en auk þess saltaðir eða heitir magálar. Brætt var yfir ílátið og ekki tekið upp fyrr en á sumardaginn fyrsta. Að vísu er ein heimild um hið sama úr Staðarsveit og ílátið þá nefnt sumar- dagsáma eða sumardagsfat, en þetta gæti verið misminni, þar sem heimildarmaður dvaldi sem unglingur einnig í Bjarnarfirði í Stranda- sýslu. Áfengi þótti sums staðar sjálfsagt að hafa um hönd á sumardag- inn fyrsta, svo að í einni heimild úr Eyjafirði er þetta kallaður mesti vínveitingadagur ársins. Langalgengast sýnist það þó utan Eyja- fjarðar á Fljótsdalshéraði, í Skagafirði og Húnaþingi. Þar gáfu konur stundum ölkærum bændum sínum flösku í sumargjöf. Við sjávarsíðuna sunnan- og vestanlands, t. d. á Vestfjörðum, Snæfells- nesi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í Vestmannaeyjum, var það siður, að formaður byði hásetum sínum til veizlu eftir róður, sem hafður var í styttra lagi. Var þá vel veitt af kaffi, kökum og áfengi. Slíkar veizlur þekktust allar götur frá Skaftafellssýslum norður í Stranda- sýslu, en voru eðlilega misstórar í sniðum eftir efnum og ástæðum skipseigenda. í öðrum landshlutum voru róðrar naumast hafnir um þetta leyti, eins og áður var getið. SUMARDAGSNÓTTIN FYRSTA Hvarvetna á landinu var eftir því tekið, hvort frost væri aðfara- nótt sumardagsins fyrsta, þ. e. hvort saman frysi sumar og vetur. Undantekningarlítið er það álitið góðs viti. Ein heimild úr Breiða- fjarðareyjum telur þó ekkert mark hafa verið á þessu tekið, ekki einu sinni í gamni, og er það raunar ekki að undra, þar sem mál- nytupeningur hefur ekki verið meginatriði í búskap eyjamanna. Önnur heimild úr Suður-Þingeyjarsýslu sunnanverðri telur sjaldn- ast hafa þurft að slíku að gæta á þeim slóðum á þessum árum: þá hafi yfirleitt verið frost fram yfir sumardaginn fyrsta. Aðeins einn maður, úr Hegranesi, álítur frost ills vita þessa nótt og há- öldruð kona úr Tungusveit í Strandasýslu segist hafa heyrt hið sama, þótt flestir væru á öðru máli. Þótt misjafnt sé, hversu mikinn trúnað menn lögðu á spár sem þessar, er þó yfirleitt vottur af slíku. Hið jákvæða, sem flestir væntu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue: Megintexti (01.01.1970)
https://timarit.is/issue/140056

Link to this page:

Link to this article: Tá-bagall frá Þingvöllum.
https://timarit.is/gegnir/991005366889706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

Megintexti (01.01.1970)

Actions: