Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 105
SUMARDÁGURlNN fyrsti
109
sýslu er því lýst, að matur þessi væri geymdur í sérstöku íláti. Var
þá tekið frá í trédalli eða sá, blóðmörskeppir og lundabaggar og
geymdir í skyri, en auk þess saltaðir eða heitir magálar. Brætt var
yfir ílátið og ekki tekið upp fyrr en á sumardaginn fyrsta. Að vísu
er ein heimild um hið sama úr Staðarsveit og ílátið þá nefnt sumar-
dagsáma eða sumardagsfat, en þetta gæti verið misminni, þar sem
heimildarmaður dvaldi sem unglingur einnig í Bjarnarfirði í Stranda-
sýslu.
Áfengi þótti sums staðar sjálfsagt að hafa um hönd á sumardag-
inn fyrsta, svo að í einni heimild úr Eyjafirði er þetta kallaður mesti
vínveitingadagur ársins. Langalgengast sýnist það þó utan Eyja-
fjarðar á Fljótsdalshéraði, í Skagafirði og Húnaþingi. Þar gáfu
konur stundum ölkærum bændum sínum flösku í sumargjöf. Við
sjávarsíðuna sunnan- og vestanlands, t. d. á Vestfjörðum, Snæfells-
nesi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í Vestmannaeyjum, var það siður,
að formaður byði hásetum sínum til veizlu eftir róður, sem hafður
var í styttra lagi. Var þá vel veitt af kaffi, kökum og áfengi. Slíkar
veizlur þekktust allar götur frá Skaftafellssýslum norður í Stranda-
sýslu, en voru eðlilega misstórar í sniðum eftir efnum og ástæðum
skipseigenda. í öðrum landshlutum voru róðrar naumast hafnir um
þetta leyti, eins og áður var getið.
SUMARDAGSNÓTTIN FYRSTA
Hvarvetna á landinu var eftir því tekið, hvort frost væri aðfara-
nótt sumardagsins fyrsta, þ. e. hvort saman frysi sumar og vetur.
Undantekningarlítið er það álitið góðs viti. Ein heimild úr Breiða-
fjarðareyjum telur þó ekkert mark hafa verið á þessu tekið, ekki
einu sinni í gamni, og er það raunar ekki að undra, þar sem mál-
nytupeningur hefur ekki verið meginatriði í búskap eyjamanna.
Önnur heimild úr Suður-Þingeyjarsýslu sunnanverðri telur sjaldn-
ast hafa þurft að slíku að gæta á þeim slóðum á þessum árum: þá
hafi yfirleitt verið frost fram yfir sumardaginn fyrsta. Aðeins
einn maður, úr Hegranesi, álítur frost ills vita þessa nótt og há-
öldruð kona úr Tungusveit í Strandasýslu segist hafa heyrt hið sama,
þótt flestir væru á öðru máli.
Þótt misjafnt sé, hversu mikinn trúnað menn lögðu á spár sem
þessar, er þó yfirleitt vottur af slíku. Hið jákvæða, sem flestir væntu