Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 108
112 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS anverðu landinu, a. m. k. frá Borgarfirði norður í Húnavatnssýslur, var sumardagurinn fyrsti helgaður yngispiltum eða öðrum ógiftum körlum. Nafnið yngispiltadagur er líka til um hann á þessum slóðum. í samræmi við þetta á konan að taka á móti þorra, en bóndinn á móti góu á þessu svæði. Aðeins tvær undantekningar eru frá þessu, önnur úr Staðarsveit, hin úr Kollafirði, en heimildarmenn eru báðir í yngra lagi og áhrif frá bóklestri sennileg. Þegar kemur norður í Skagaf j örð, taka skoðanir að gerast skiptar. Sumir telja daginn helgaðan piltum, aðrir ungu fólki yfirleitt, en flestir þó ungum stúlkum, einkum austan Vatna. Frá Eyjafirði austur og suður um land, allt vestur í Árnessýslu, eru svo allir svar- endur sammála um, að dagurinn sé helgaður yngismeyjum. Þó er þessi skoðun ekki eins eindregin á Suðurlandi og fyrir norðan og austan. Ymsir telja þar, ekki sízt hinir eldri, að dagurinn hafi ekki verið helgaður neinum sérstökum, og er ekki útilokað, að hin skoð- unin sé sprottin af áhrifum fjölmiðla á síðustu hundrað árum. Dagurinn hefur aukanöfn á austanverðu landinu. Algengast þeirra er yngismeyjadagur, einkum í S. Þing., en einnig í Eyjafirði, Keldu- hverfi og Fljótsdalshéraði. Jómfrúdagur kemur næst á sama svæði, en er oftast nefndur í N. Þing. og á Héraði. Nafnið yngisstúlknadag- ur kemur örfáum sinnum fyrir á sama svæði. Á piltasvæðinu, sem hér er nefnt svo, er yfirleitt svo látið heita, að yngismenn hafi átt að fara fyrstir á fætur, ganga út og heilsa sumri, en sjá síðan um veitingar þann daginn eða að minnsta kosti morguninn og jafnvel færa öðru heimilisfólki í rúmið. Einkum er orð haft á þessu á Vestfjörðum, en misbrestur þykir víða hafa orðið á framkvæmdum, svo að umstangið hefur að mestu lent á húsmóður- inni sem endranær. Þó hafa þeir gjarnan hjálpað til, t. d. malað bankabygg í lummur síðasta vetrardag og gert önnur viðvik. Miklu almennara er, að piltar reyni að vera fyrstir á fætur og út undir bert loft til að „leiða hörpu í bæinn“. Til var það á Vestfjörðum og Snæfellsnesi, að strákar hlypu fáklæddir og berfættir kringum bæinn, jafnvel aðeins í annarri buxnaskálminni. Átti þetta að sýna óþreyju þeirra eftir sumrinu. Gat jafnvel verið um að ræða keppni milli stráka á nágrannabæjum, sem glettust hver við annan; hlóðu t. d. fyrir bæjardyrnar hjá öðrum um nóttina, svo að þeir yrðu seinni út. Ennfremur þótti strákum matur í að hrekkja stelpurnar í rúmunum á þessum morgni. Það sýnist altént nokkuð almenn skoðun á þessum slóðum, að sækja þurfi sumarið út og það eigi yngispiltar að gera. Því eru um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.