Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 114

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 114
118 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sótti mannfagnaði. Algengast virðist þetta vera í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum, en mjög einstaklingsbundið ella. HELGIHALD Á HEIMILUM Sumardagurinn fyrsti er vitaskuld ekki messudagur samkvæmt alþjóðlegum kirkjureglum, þar sem hann var hvergi til sem slíkur nema á Islandi. Hann tilheyrir ekki kirkjuárinu, og því eru heldur engar prédikanir helgaðar honum í venjulegum húspostillum. Engu að síður var víða messað á sumardaginn fyrsta, og það hefur a. m. k. enn átt sér stað 1 Hólastifti kringum 1740, því að Ludvig Harboe sér ástæðu til að láta konung banna þessa messugjörð með tilskipun 29. maí 1744, þar sem hún brjóti í bága við það samræmi, sem vera eigi í helgihaldi í öllum ríkjum Danakonungs. Er svo að sjá sem hver einstakur prestur hafi sjálfur valið ritningartexta þann, sem leggja skyldi út af á þessum degi. (Lovsamling for Island II 516). Húslestur var þó lesinn á sumardaginn fyrsta á næstum því hverju heimili um allt land fyrir og um síðustu aldamót. Örfáar undantekn- ingar finnast þó, 4 af 78, sem ekkert muna til húslesturs. Misjafnt hefur verið, hvenær lestur lagðist niður, og hefur það trúlega mest farið eftir fastheldni húsráðenda á hverju heimili, en á fyrsta þriðj- ungi þessarar aldar er lestri almennt hætt, mest þó á árunum frá fyrri heimsstyrjöld fram til 1980. Svo virðist sem síðustu hús- lestrar hafi dottið úr sögunni við tilkomu útvarpsins, sem hélt inn- reið sína á flest heimili á árunum 1930—40. Nokkuð er það mismunandi á hvaða tíma dags lesið var, og er þá einkum um þrennt að ræða: strax á morgnana fyrir gegningar, að afloknum gegningum í nánd við hádegi, eða eftir miðdegisverð um kl. 3—4. Langalgengast er, að lesið sé fyrir eða um hádegi. Samt virðist öllu almennara, að lesturinn sé fyrsta morgunverkið í Stranda- sýslu og þó einkum Skaftafellssýslum. Hvergi var það ríkjandi, að lesið væri eftir miðdegisverð, en mest kveður að því í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, þar sem það sýnist jafnalgengt og að lesa fyrir eða um hádegi. Ekki var um það spurt úr hvaða bókum hefði verið lesið, en þá sjaldan þess er getið í svörum, eru oftast nefndar hugvekjur sr. Péturs Péturssonar biskups, enda eru þar sérstakar hugvekjur fyrir síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta, en þær eru reyndar báðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.