Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 114
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sótti mannfagnaði. Algengast virðist þetta vera í Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslum, en mjög einstaklingsbundið ella.
HELGIHALD Á HEIMILUM
Sumardagurinn fyrsti er vitaskuld ekki messudagur samkvæmt
alþjóðlegum kirkjureglum, þar sem hann var hvergi til sem slíkur
nema á Islandi. Hann tilheyrir ekki kirkjuárinu, og því eru heldur
engar prédikanir helgaðar honum í venjulegum húspostillum. Engu
að síður var víða messað á sumardaginn fyrsta, og það hefur a. m.
k. enn átt sér stað 1 Hólastifti kringum 1740, því að Ludvig Harboe
sér ástæðu til að láta konung banna þessa messugjörð með tilskipun
29. maí 1744, þar sem hún brjóti í bága við það samræmi, sem vera
eigi í helgihaldi í öllum ríkjum Danakonungs. Er svo að sjá sem hver
einstakur prestur hafi sjálfur valið ritningartexta þann, sem leggja
skyldi út af á þessum degi. (Lovsamling for Island II 516).
Húslestur var þó lesinn á sumardaginn fyrsta á næstum því hverju
heimili um allt land fyrir og um síðustu aldamót. Örfáar undantekn-
ingar finnast þó, 4 af 78, sem ekkert muna til húslesturs. Misjafnt
hefur verið, hvenær lestur lagðist niður, og hefur það trúlega mest
farið eftir fastheldni húsráðenda á hverju heimili, en á fyrsta þriðj-
ungi þessarar aldar er lestri almennt hætt, mest þó á árunum frá
fyrri heimsstyrjöld fram til 1980. Svo virðist sem síðustu hús-
lestrar hafi dottið úr sögunni við tilkomu útvarpsins, sem hélt inn-
reið sína á flest heimili á árunum 1930—40.
Nokkuð er það mismunandi á hvaða tíma dags lesið var, og er
þá einkum um þrennt að ræða: strax á morgnana fyrir gegningar,
að afloknum gegningum í nánd við hádegi, eða eftir miðdegisverð um
kl. 3—4. Langalgengast er, að lesið sé fyrir eða um hádegi. Samt
virðist öllu almennara, að lesturinn sé fyrsta morgunverkið í Stranda-
sýslu og þó einkum Skaftafellssýslum. Hvergi var það ríkjandi, að
lesið væri eftir miðdegisverð, en mest kveður að því í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum, þar sem það sýnist jafnalgengt og að lesa fyrir
eða um hádegi.
Ekki var um það spurt úr hvaða bókum hefði verið lesið, en þá
sjaldan þess er getið í svörum, eru oftast nefndar hugvekjur sr.
Péturs Péturssonar biskups, enda eru þar sérstakar hugvekjur fyrir
síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta, en þær eru reyndar báðar