Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 124

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 124
128 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Á árinu var lokið endurskráningu og röðun mannamyndasafnsins, sem Halldór J. Jónsson safnvörður hefur unnið að undanfarin ár. Þetta er gríðarmikið verk, sem léttir mjög alla notkun manna- myndasafnsins, sem vex stöðugt og er orðinn mjög merkur hluti Þjóðminjasafnsins. I framhaldi þessa verks hóf Halldór að gera spjaldskrá um mannamyndir teknar af Sigfúsi Eymundssyni, og verður þeim spjöldum síðan raðað inn í mannamyndasafnið, þannig að myndir Sigfúsar verða mun tiltækari en áður. Þetta er allmikið verk, sem ekki var nærri lokið um áramótin, en að því loknu þarf að taka ljósmyndaplötusafn Nicoline Weywadt frá Djúpavogi sömu tökum. Það er mjög merkilegt safn, að vísu ekki ýkjastórt, tekið á árunum 1870—1890. Þá var ljósmynda- og prentmyndasafninu raðað, öðru en innrömm- uðum myndum sem smíða þarf sérstakar hillur fyrir. Þær myndir eru mjög fyrirferðarmiklar og erfiðar í geymslu, nema búið sé sérstaklega að þeim. Mikið verk var unnið í röðun ljósmyndaplötusafns Ólafs Oddsson- ar, sem flutt var til safnsins árið 1968 ofan af Safnahússlofti. Það er afarmerkilegt safn, elzti hluti þess tekinn af Árna Thorsteins- syni tónskáldi fyrir aldamótin, og hefur frk. Ingibjörg Ólafsdóttir annazt röðun safnsins ásamt Halldóri J. Jónssyni, en verkinu var þó ekki lokið um áramótin. Á árinu var einnig flutt í safnið filmusafn Barnaljósmyndastof- unnar, sem hætti rekstri fyrir nokkrum árum. Safnið taldi vegna eðlis málsins rétt að hlaupa undir bagga með geymslu á filmunum, sem ella hefðu að líkindum verið eyðilagðar. Vegna stofnunar hinnar nýju örnefnastofnunar, sem getið verð- ur hér á eftir, var gerð mikil nýskipan í geymslumálum safnsins. Örnefnastofnunin fékk til umráða húsnæði það í vesturhlið húss- ins, sem Eðlisfræðistofnunin hafði til skamms tíma og síðast var notað fyrir geymslur, en Náttúrufræðistofnunin rýmdi geymslur sínar í austurhluta hússins, sem Þjóðminjasafnið fékk síðan. Flutn- ingur þessi milli geymslna var allmikið verk, og enn er eftir að afla hillna í þær að töluverðu leyti, en með þessum tilfærslum rætt- ist í bili nokkuð úr geymsluvandræðum safnsins, þar sem hinar nýju geymslur eru nokkru rýmri en þær, sem rýmdar voru. Frú Elsa E. Guðjónsson safnvörður vann að rannsóknum á textíl- um og aðhlynningu þeirra svo sem undanfarin ár, en einkum rann- sakaði hún svonefnda skildahúfu, sem til er eitt eintak af í Þjóð- minjasafni og annað í Nationalmuseet í Kaupmannahöfn og voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.