Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 124
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á árinu var lokið endurskráningu og röðun mannamyndasafnsins,
sem Halldór J. Jónsson safnvörður hefur unnið að undanfarin ár.
Þetta er gríðarmikið verk, sem léttir mjög alla notkun manna-
myndasafnsins, sem vex stöðugt og er orðinn mjög merkur hluti
Þjóðminjasafnsins. I framhaldi þessa verks hóf Halldór að gera
spjaldskrá um mannamyndir teknar af Sigfúsi Eymundssyni, og
verður þeim spjöldum síðan raðað inn í mannamyndasafnið, þannig
að myndir Sigfúsar verða mun tiltækari en áður. Þetta er allmikið
verk, sem ekki var nærri lokið um áramótin, en að því loknu þarf
að taka ljósmyndaplötusafn Nicoline Weywadt frá Djúpavogi sömu
tökum. Það er mjög merkilegt safn, að vísu ekki ýkjastórt, tekið á
árunum 1870—1890.
Þá var ljósmynda- og prentmyndasafninu raðað, öðru en innrömm-
uðum myndum sem smíða þarf sérstakar hillur fyrir. Þær myndir
eru mjög fyrirferðarmiklar og erfiðar í geymslu, nema búið sé
sérstaklega að þeim.
Mikið verk var unnið í röðun ljósmyndaplötusafns Ólafs Oddsson-
ar, sem flutt var til safnsins árið 1968 ofan af Safnahússlofti. Það
er afarmerkilegt safn, elzti hluti þess tekinn af Árna Thorsteins-
syni tónskáldi fyrir aldamótin, og hefur frk. Ingibjörg Ólafsdóttir
annazt röðun safnsins ásamt Halldóri J. Jónssyni, en verkinu var
þó ekki lokið um áramótin.
Á árinu var einnig flutt í safnið filmusafn Barnaljósmyndastof-
unnar, sem hætti rekstri fyrir nokkrum árum. Safnið taldi vegna
eðlis málsins rétt að hlaupa undir bagga með geymslu á filmunum,
sem ella hefðu að líkindum verið eyðilagðar.
Vegna stofnunar hinnar nýju örnefnastofnunar, sem getið verð-
ur hér á eftir, var gerð mikil nýskipan í geymslumálum safnsins.
Örnefnastofnunin fékk til umráða húsnæði það í vesturhlið húss-
ins, sem Eðlisfræðistofnunin hafði til skamms tíma og síðast var
notað fyrir geymslur, en Náttúrufræðistofnunin rýmdi geymslur
sínar í austurhluta hússins, sem Þjóðminjasafnið fékk síðan. Flutn-
ingur þessi milli geymslna var allmikið verk, og enn er eftir að
afla hillna í þær að töluverðu leyti, en með þessum tilfærslum rætt-
ist í bili nokkuð úr geymsluvandræðum safnsins, þar sem hinar nýju
geymslur eru nokkru rýmri en þær, sem rýmdar voru.
Frú Elsa E. Guðjónsson safnvörður vann að rannsóknum á textíl-
um og aðhlynningu þeirra svo sem undanfarin ár, en einkum rann-
sakaði hún svonefnda skildahúfu, sem til er eitt eintak af í Þjóð-
minjasafni og annað í Nationalmuseet í Kaupmannahöfn og voru