Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 126

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 126
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS var loftið yfir Bogasal einangrað og bætti það mjög hitann í saln- um og í athugun er að setja í hann ofna. — Þessum viðgerðum á húsinu verður haldið áfram á næstu árum, auk þess sem eldvarna- eftirlitið hefur sett fram kröfur um ýmsar endurbætur frá eld- varnasjónarmiði, sem taka verður til greina. Núgildandi reglur um eldvarnir eru mun strangari en var á þeim tíma er húsið var byggt, en margar þær breytingar og lagfæringar, sem farið var fram á að gerðar verði, eru allkostnaðarsamar og að sumu leyti erfiðar viðfangs. Sérfræðingur sá, sem getið var í síðustu skýrslu, að UNESCO, Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna, hefði veitt styrk til mánaðarvinnu í safninu, kom 10. janúar og dvaldist hér til 7. febrúar. Til komunnar valdist ungfrú Susan Walston, sem er sér- fræðingur í forvörzlu við The British Museum, en hr. David Baynes- Cope, yfirmaður deildar þeirrar, sem sér um forvörzlu þar í safn- inu, valdi hana til fararinnar. Á þessum tíma tók ungfrú Walston til meðhöndlunar ýmsa vandmeðfarna gripi, einkum úr málmum, en einnig nokkra tréhluti, hreinsaði þá og styrkti eftir því sem unnt var og gekk frá þeim til framtíðargeymslu. Dvöl ungfrú Walston sýndi, sem reyndar var vitað fyrir, hve afarbrýn þörf er á að safnið fái í framtíðinni alliliða forvörð, sem unnið geti vandasöm verk af þessu tagi hér í safninu. Verkefnin eru næg og mörg þeirra afarbrýn, enda mundi sá starfsmaður einnig geta sinnt eitthvað þörfum byggðasafnanna, en þar er víða brýn þörf á viðgerðum vandmeðfarinna gripa. Þess ber að geta með þökkum, að UNESCO tilkynnti, að það mundi einnig veita styrk til dvalar forvarðar við safnið á árinu 1970 og var undirbúningur hafinn að velja sérfræðing til fararinnar. ÞjóSháttadeild. 1 upphafi ársins hóf Árni Björnsson störf við Þjóðháttadeildina svo sem fyrr segir, og tók upp þráðinn þar sem frá hafði verið horf- ið árið áður. Fer skýrsla hans um deildina á árinu hér á eftir: „Á árinu voru sendar út tvær spurningaskrár, en eins og getið hefur verið í fyrri skýrslum Þjóðháttadeildar, er þess vart að vænta, að samstarfsmenn hennar anni öllu meira verkefni í sjálfboðavinnu. Fyrri skráin fjallaði um sumardaginn fyrsta og ýmiss konar siði tengda sumarkomu. Er þetta fyrsta skráin, sem þjóðháttadeildin hefur tekið saman um einstaka hátíðisdaga þjóðarinnar. Hún var send út í apríl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar: Megintexti (01.01.1970)
https://timarit.is/issue/140056

Link til denne side:

Link til denne artikel: Tá-bagall frá Þingvöllum.
https://timarit.is/gegnir/991005366889706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Megintexti (01.01.1970)

Handlinger: