Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 126
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
var loftið yfir Bogasal einangrað og bætti það mjög hitann í saln-
um og í athugun er að setja í hann ofna. — Þessum viðgerðum á
húsinu verður haldið áfram á næstu árum, auk þess sem eldvarna-
eftirlitið hefur sett fram kröfur um ýmsar endurbætur frá eld-
varnasjónarmiði, sem taka verður til greina. Núgildandi reglur um
eldvarnir eru mun strangari en var á þeim tíma er húsið var byggt,
en margar þær breytingar og lagfæringar, sem farið var fram á
að gerðar verði, eru allkostnaðarsamar og að sumu leyti erfiðar
viðfangs.
Sérfræðingur sá, sem getið var í síðustu skýrslu, að UNESCO,
Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna, hefði veitt styrk
til mánaðarvinnu í safninu, kom 10. janúar og dvaldist hér til 7.
febrúar. Til komunnar valdist ungfrú Susan Walston, sem er sér-
fræðingur í forvörzlu við The British Museum, en hr. David Baynes-
Cope, yfirmaður deildar þeirrar, sem sér um forvörzlu þar í safn-
inu, valdi hana til fararinnar. Á þessum tíma tók ungfrú Walston til
meðhöndlunar ýmsa vandmeðfarna gripi, einkum úr málmum, en
einnig nokkra tréhluti, hreinsaði þá og styrkti eftir því sem unnt
var og gekk frá þeim til framtíðargeymslu.
Dvöl ungfrú Walston sýndi, sem reyndar var vitað fyrir, hve
afarbrýn þörf er á að safnið fái í framtíðinni alliliða forvörð, sem
unnið geti vandasöm verk af þessu tagi hér í safninu. Verkefnin eru
næg og mörg þeirra afarbrýn, enda mundi sá starfsmaður einnig
geta sinnt eitthvað þörfum byggðasafnanna, en þar er víða brýn
þörf á viðgerðum vandmeðfarinna gripa.
Þess ber að geta með þökkum, að UNESCO tilkynnti, að það mundi
einnig veita styrk til dvalar forvarðar við safnið á árinu 1970 og
var undirbúningur hafinn að velja sérfræðing til fararinnar.
ÞjóSháttadeild.
1 upphafi ársins hóf Árni Björnsson störf við Þjóðháttadeildina
svo sem fyrr segir, og tók upp þráðinn þar sem frá hafði verið horf-
ið árið áður. Fer skýrsla hans um deildina á árinu hér á eftir:
„Á árinu voru sendar út tvær spurningaskrár, en eins og getið
hefur verið í fyrri skýrslum Þjóðháttadeildar, er þess vart að vænta,
að samstarfsmenn hennar anni öllu meira verkefni í sjálfboðavinnu.
Fyrri skráin fjallaði um sumardaginn fyrsta og ýmiss konar siði
tengda sumarkomu. Er þetta fyrsta skráin, sem þjóðháttadeildin
hefur tekið saman um einstaka hátíðisdaga þjóðarinnar. Hún var
send út í apríl.