Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 127
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1969 131 Síðari skráin var send út í nóvember og fjallaði um heygeymslu, frágang og hirðing heyja í heygörðum, heytóttum, heyhlöðum o. s. frv. Áður liafði verið send út ein spurningaskrá varðandi heyannir: orf, ljá og hrífu árið 1963. Heyskaparhættir Islendinga hafa gjör- breytzt á skömmum tíma, en eldri aðferðir ættu þó enn að vera ærið mörgum í fersku minni. Á árinu bættust 267 númer í aðfangabók deildarinnar, og var tala skráðra heimilda við áramót 1752. Hafa ekki borizt jafnmargar lieimildir í safnið á einu ári síðan 1964. Rúmur helmingur þess var svör við spurningaskrám, en allmikils efnis var einnig aflað með samtölum við fólk. Bróðurparturinn af því er verk Þórðar Tómas- sonar, en hann vann fyrir Þjóðháttadeildina eins og á undanförnum árum, bæði að samningu spurningaskráa og söfnun iieimilda með viðtölum. Árni Björnsson safnaði einnig nokkru efni með þessum liætti, en liafði auk þess vikulega þjóðfræðaþætti í vetrarkvöld- vöku útvarpsins, sem uppskáru talsvert af bréfum víðsvegar að með athyglisverðum upplýsingum. Eins og getið var um í Árbók 1968, hefur góðum heimildarmönn- um farið mjög fækkandi og erfitt virzt að afla nýrra í þeirra stað. 1 sumar voru farnar tvær ferðir út á landsbyggðina, bæði til að safna efni, en ekki síður til að freista þess að komast í kynni við nýja og áður óþekkta heimildarmenn, sem einatt tekst betur með persónulegri viðkynningu en bréfasendingum. Fyrri ferðin, 12 dag- ar, var farin um Barðastrandarsýslur, þar sem tiltakanlega fáir heimildarmenn voru, og bar nijög góðan árangur á báðum sviðum. Seinni ferðin var mun styttri, um Árnessýslu, en þó einnig til um- talsverðs gagns. Ferðin um Barðastrandarsýslur var farin ásamt Svavari Sigmundssyni vegna örnefnasöfnunar hans, en hin síðari með Hallfreði Erni Eiríkssyni frá Handritastofnun Islands. Augljós ávinningur er að því, að safnvörður Þjóðháttadeildar nái þannig persónulegu sambandi við samstarfsmenn deildarinnar úti um land- ið, auk þess sem nýrra er aflað, og er einsýnt að halda slíkum sumar- ferðum áfram, því að mikið ríður á að virkja nú þegar sem flesta, er komnir voru til nokkurs þroska fyrir margumtalaða tæknibylt- ingu. Enn var unnið að því að gera atriðaskrá yfir þjóðháttasafnið, en það á þó langt í land, að því sé lokið og raunar hætt við, að einn maður vinni það seint upp til fullnustu ásamt öðru, meðan jafn- mikið bætist við af heimildum árlega. Hins vegar ber mikla nauðsyn til að koma þessari slcrá í viðunandi horf til þess að safnið verði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.