Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Qupperneq 133
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1969
137
felldar heildir. — Verður að taka ákvörðun um, hvort grefti þessum
skuli haldið áfram eða látið þar við sitja sem komið er.
Þjóðminjavörður og Halldór J. Jónsson safnvörður rannsökuðu
fornkuml hjá Læk í Flóa hinn 30. ágúst. Þarna hafði jarðýta brotið
land til ræktunar árið áður, og komu nú beinin í ljós í rigningartíð-
inni. Kumlið var mjög skemmt, en þarna hafði verið heygður mað-
ur og hestur, en hlutir fundust engir nema leifar af beizlismélum
og tinnuflís.
Þjóðminjavörður rannsakaði tvö fornkuml norðanlands á ferð
sinni um Norðurland. Annað þeirra var hjá Bessastöðum í Sæmund-
arhlíð í Skagafirði, en þar var aðeins ein beinagrind og ekkert ann-
að, en gröfin virtist þó mundu vera frá fornöld. Hitt kumlið var
hjá Smyrlabergi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu. Það var mjög
fátæklegt, fyrir utan beinaleifar voru þar aðeins óveruleg járnbrot.
Alhnargar ferðir voru farnar á árinu vegna fornleifavörzlunnar.
Farið var að Stöng og Krýsuvík til venjulegs viðhalds og auk þess
allmargar ferðir að Keldum vegna viðgerðarinnar þar, sem skýrt
verður frá hér á eftir. Þjóðminjavörður fór ásamt Herði Ágústssyni
skólastjóra til Akureyrar hinn 30. maí vegna óska stjórnar Minja-
safnsins til viðræðna um lóðamál þess og fyrirhugaðan flutning
Svalbarðskirkju til safnsins. Lóðamálið er erfitt viðureignar, en
um er að ræða eignarlóð á hinu fyrirhugaða safnsvæði sem eigandi
vill fá byggingarleyfi á, en nýbygging þar kemur mjög í bága við
gömlu húsin inni í Fjörunni.
Mál þetta leystist ekki á árinu, og ekki varð heldur af flutningi
kirkjunnar, og var aðallega því um að kenna, að ekki fékkst mældur
út staður fyrir hana fyrr en seint um haustið.
Þá fór þjóðminjavörður í eftirlits- og athugunarferð um Snæfells-
nes í júnímánuði og athugaði m. a. hin fornu mannvirki á Gufuskál-
um, sem síðan voru friðlýst um haustið.
Gísli Gestsson fór tvívegis að Núpsstað vegna lagfæringa gamla
bænhússins svo og vegna rannsókna sinna á bæjarhúsunum, sem
hann skrifaði síðan um grein í Árbók fornleifafélagsins 1969. Einn-
ig fóru þeir Gísli og Halldór J. Jónsson inn í Veiðivötn vegna frið-
lýsingar veiðikofa þar og annarra rústa, en við kofa þessa var nokkuð
gert árið 1968 á vegum safnsins.
Gísli Gestsson kom einnig að Skaftafelli í ferð sinni um Austur-
land og ræddi við heimamenn um væntanlega viðgerð bæjarins í Sel-
inu, sem ákveðið er að hefjast handa um svo fljótt sem kostur er á.