Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 138
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ana, sem gerðir voru eins og upphaflega hafði verið, einnig úr eik,
en til þess varð að panta hana sérstaklega frá Danmörku. Komust
gluggarnir allir í fyrir haustið, en gluggafög, sem voru smíðuð úr
furu eins og í upphafi, voru þó ekki sett í. Verður það látið bíða
unz h'ður á viðgerðina.
Það kom greinilega í ljós, að jarðvegur hefur hækkað kring um
húsið frá þeim tíma, er það var byggt. Líklega hefur aska verið
borin í hlaðið, en þetta hefur valdið því, að jarðraki hefur komizt
í gólfin og feygt þau. Hefur því það ráð verið tekið er gert var við
húsið í upphafi þessarar aldar að hækka gólfið um 18 sm, svo og
hafa allar dyr verið hækkaðar að sama skapi. Leifar gömlu gólf-
undirstaðarina fundust víða þar sem skyggnzt var undir núverandi
gólf, og einnig sást þessi hækkun greinilega víða við dyr. Verður nú
að lækka jarðveginn kringum húsið að nýju og hleypa gólfinu niður,
en gólfið verður allt að endurnýja.
Allmikið var rifið af nýlegum innréttingum úr húsinu, en Þor-
steinn Gunnarsson gerði nákvæmt yfirlit um ástand hússins, er það
var tekið til viðgerðar. Gerði hann uppdrætti af því og tók ljós-
myndir, þannig að þótt innréttingum verði nú breytt í upphaflegt
liorf, svo sem auðið verður, mun alla tíð hægt að sjá, hvernig það leit
út áður en hafizt var handa um viðgerð.
Við þessa rannsókn kom nú í ljós, að þverbitarnir í loftinu, sem
eru afarsverir bjálkar úr pommerskum trjám, eru flestir sagaðir
sundur við framvegginn. Hefur þar greinilega komizt fúi í endana,
líklega af því að vatn hefur runnið inn með þakskegginu, og því
orðið að nema af bitunum. Vill þó svo heppilega til, að sams konar
bitar fundust í húsinu Aðalstræti 9 er það var rifið fyrir skömmu
eftir bruna, og munu þeir vera úr húsum innréttinganna. Verður
reynt að fá af bitum þessum til viðgerðar þeim, sem eru í Við-
eyjarstofu.
Við rannsókn Þorsteins Gunnarssonar kom ýmislegt í ljós sem
sýnir upphaflegt fyrirkomulag á innréttingu hússins. Til dæmis
sést hvar stiginn hefur verið upp á loftið, en hann hefur verið í
forstofunni á sama hátt og í Bessastaðastofu. Undir nýlegri vegg-
klæðningu komu greinilega í ljós för eftir þrep og stigapalla, þannig
að vandalítið verður að endurgera stigann. Þá fundust merki eftir
skilrúm, og einnig kom í ljós, hvaða skilrúm eru seinna til komin.
Gefur þetta allt góða leiðbeiningu um viðgerðina.
Hins vegar verða alltaf ýmis smáatriði óljós, sem ráða verður
í hverju sinni, og að einhverju leyti verður að hverfa frá upphaf-