Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 138

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 138
142 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ana, sem gerðir voru eins og upphaflega hafði verið, einnig úr eik, en til þess varð að panta hana sérstaklega frá Danmörku. Komust gluggarnir allir í fyrir haustið, en gluggafög, sem voru smíðuð úr furu eins og í upphafi, voru þó ekki sett í. Verður það látið bíða unz h'ður á viðgerðina. Það kom greinilega í ljós, að jarðvegur hefur hækkað kring um húsið frá þeim tíma, er það var byggt. Líklega hefur aska verið borin í hlaðið, en þetta hefur valdið því, að jarðraki hefur komizt í gólfin og feygt þau. Hefur því það ráð verið tekið er gert var við húsið í upphafi þessarar aldar að hækka gólfið um 18 sm, svo og hafa allar dyr verið hækkaðar að sama skapi. Leifar gömlu gólf- undirstaðarina fundust víða þar sem skyggnzt var undir núverandi gólf, og einnig sást þessi hækkun greinilega víða við dyr. Verður nú að lækka jarðveginn kringum húsið að nýju og hleypa gólfinu niður, en gólfið verður allt að endurnýja. Allmikið var rifið af nýlegum innréttingum úr húsinu, en Þor- steinn Gunnarsson gerði nákvæmt yfirlit um ástand hússins, er það var tekið til viðgerðar. Gerði hann uppdrætti af því og tók ljós- myndir, þannig að þótt innréttingum verði nú breytt í upphaflegt liorf, svo sem auðið verður, mun alla tíð hægt að sjá, hvernig það leit út áður en hafizt var handa um viðgerð. Við þessa rannsókn kom nú í ljós, að þverbitarnir í loftinu, sem eru afarsverir bjálkar úr pommerskum trjám, eru flestir sagaðir sundur við framvegginn. Hefur þar greinilega komizt fúi í endana, líklega af því að vatn hefur runnið inn með þakskegginu, og því orðið að nema af bitunum. Vill þó svo heppilega til, að sams konar bitar fundust í húsinu Aðalstræti 9 er það var rifið fyrir skömmu eftir bruna, og munu þeir vera úr húsum innréttinganna. Verður reynt að fá af bitum þessum til viðgerðar þeim, sem eru í Við- eyjarstofu. Við rannsókn Þorsteins Gunnarssonar kom ýmislegt í ljós sem sýnir upphaflegt fyrirkomulag á innréttingu hússins. Til dæmis sést hvar stiginn hefur verið upp á loftið, en hann hefur verið í forstofunni á sama hátt og í Bessastaðastofu. Undir nýlegri vegg- klæðningu komu greinilega í ljós för eftir þrep og stigapalla, þannig að vandalítið verður að endurgera stigann. Þá fundust merki eftir skilrúm, og einnig kom í ljós, hvaða skilrúm eru seinna til komin. Gefur þetta allt góða leiðbeiningu um viðgerðina. Hins vegar verða alltaf ýmis smáatriði óljós, sem ráða verður í hverju sinni, og að einhverju leyti verður að hverfa frá upphaf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.