Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 140
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Byggöasöfn.
Til byggðasafna voru á árinu veittar kr. 500 þúsund, og var þeirri
upphæð skipt þannig milli safnanna: Til kaupa húsnæðis fyrir
Byggðasafn Borgarfjarðar kr. 100.000.00, til nýbyggingar Byggða-
safns Þingeyinga kr. 100.000.00, til Minjasafnsins á Akureyri kr.
70.000.00, til húss Bjarna riddara Sívertsens í Hafnarfirði kr.
50.000,00 og til Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna kr.
28.621.00. Er þetta lokagreiðsla til síðastnefnda safnsins. Þetta
verða alls kr. 348.621.00, en afgangurinn af byggðasafnafé fór til
að greiða tilskilinn reksturskostnað og hluta ríkisins í gæzlulaunum
við söfnin.
Á næstu árum þarf allmjög að auka framlög til byggðasafna,
enda er í hinum nýju þjóðminjalögum kveðið á um, að ríkið skuli
greiða hálf gæzlulaun við söfnin svo og einn þriðja hluta bygging-
arkostnaðar. Eins og byggingarkostnaður er orðinn nú hrekkur
framlag ríkisins engan veginn fyrir þeirri greiðslu, en fyrirsjáan-
legt er, að á næstu árum verður enn haldið áfram byggingarfram-
kvæmdum við nokkur byggðasöfn.
Byggðasafn Borgarfjarðar festi kaup á hæð í nýreistu húsi ofan-
vert í kauptúninu, í samráði við héraðsbókasafn og liéraðsskjala-
safn. Er þetta allgott húsnæði og mun það duga safninu um nokkra
hríð, en vart til langrar framtíðar. Unnið var allmikið á árinu við
að innrétta húsnæðið og verður vonandi hægt að hefjast handa um
uppsetningu á safninu á árinu 1970.
Á ísafirði var mikið verk unnið við endurskipulagningu húsnæð-
is byggðasafnsins á lofti sundlaugarinnar, en safnið fékk þar aukið
húsrými. Vann Gísli Gestsson talsvert að uppsetningunni og gaf ráð
um fyrirkomulag innréttinga. Fór hann þrívegis vestur á öndverðu
árinu af þessu tilefni og einnig fór þjóðminjavörður þangað vestur
einu sinni, aðallega þó til viðræðna við bæjarstjóra um gömlu húsin
frá einokunartímanum, sem enn standa á Isafirði. Er áformað að
láta þau standa á sínum stað og veita þeim aðhlynningu.
Þjóðminjavörður fór í júnímánuði vestur í Stykkishólm til við-
ræðna við byggðasafnsnefnd þar um húsnæðismál byggðasafnsins.
í Stykkishólmi er nokkurt magn muna, sem safnað var fyrir all-
mörgum árum til byggðasafns Snæfellsnessýslu. Tilfinnanlega vantar
þó húsrými íyrir byggðasafnið, og að athuguðu máli lagði þjóð-
minjavörður til, að héraðið reyndi að festa kaup á „Norska húsinu“
svokallaða, sem er gríðarmikið tvílyft timburhús frá um 1820, sér-
lega vandað og lítt skemmt. Það er nú í eigu kaupfélagsins. Gæti