Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 140

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 140
144 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Byggöasöfn. Til byggðasafna voru á árinu veittar kr. 500 þúsund, og var þeirri upphæð skipt þannig milli safnanna: Til kaupa húsnæðis fyrir Byggðasafn Borgarfjarðar kr. 100.000.00, til nýbyggingar Byggða- safns Þingeyinga kr. 100.000.00, til Minjasafnsins á Akureyri kr. 70.000.00, til húss Bjarna riddara Sívertsens í Hafnarfirði kr. 50.000,00 og til Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna kr. 28.621.00. Er þetta lokagreiðsla til síðastnefnda safnsins. Þetta verða alls kr. 348.621.00, en afgangurinn af byggðasafnafé fór til að greiða tilskilinn reksturskostnað og hluta ríkisins í gæzlulaunum við söfnin. Á næstu árum þarf allmjög að auka framlög til byggðasafna, enda er í hinum nýju þjóðminjalögum kveðið á um, að ríkið skuli greiða hálf gæzlulaun við söfnin svo og einn þriðja hluta bygging- arkostnaðar. Eins og byggingarkostnaður er orðinn nú hrekkur framlag ríkisins engan veginn fyrir þeirri greiðslu, en fyrirsjáan- legt er, að á næstu árum verður enn haldið áfram byggingarfram- kvæmdum við nokkur byggðasöfn. Byggðasafn Borgarfjarðar festi kaup á hæð í nýreistu húsi ofan- vert í kauptúninu, í samráði við héraðsbókasafn og liéraðsskjala- safn. Er þetta allgott húsnæði og mun það duga safninu um nokkra hríð, en vart til langrar framtíðar. Unnið var allmikið á árinu við að innrétta húsnæðið og verður vonandi hægt að hefjast handa um uppsetningu á safninu á árinu 1970. Á ísafirði var mikið verk unnið við endurskipulagningu húsnæð- is byggðasafnsins á lofti sundlaugarinnar, en safnið fékk þar aukið húsrými. Vann Gísli Gestsson talsvert að uppsetningunni og gaf ráð um fyrirkomulag innréttinga. Fór hann þrívegis vestur á öndverðu árinu af þessu tilefni og einnig fór þjóðminjavörður þangað vestur einu sinni, aðallega þó til viðræðna við bæjarstjóra um gömlu húsin frá einokunartímanum, sem enn standa á Isafirði. Er áformað að láta þau standa á sínum stað og veita þeim aðhlynningu. Þjóðminjavörður fór í júnímánuði vestur í Stykkishólm til við- ræðna við byggðasafnsnefnd þar um húsnæðismál byggðasafnsins. í Stykkishólmi er nokkurt magn muna, sem safnað var fyrir all- mörgum árum til byggðasafns Snæfellsnessýslu. Tilfinnanlega vantar þó húsrými íyrir byggðasafnið, og að athuguðu máli lagði þjóð- minjavörður til, að héraðið reyndi að festa kaup á „Norska húsinu“ svokallaða, sem er gríðarmikið tvílyft timburhús frá um 1820, sér- lega vandað og lítt skemmt. Það er nú í eigu kaupfélagsins. Gæti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.