Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 141

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 141
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1969 145 það að mörgu leyti hentað sem sýningarhús, auk þess sem húsið sjálft er mikill dýrgripur og mundi, ef af slíkum kaupum yrði, verða merkasti gripur safnsins. Einnig lagði þjóðminjavörður til, að reynt yrði að ná samstöðu við Dalamenn um sameiginlegt safn í Stykkis- hólmi. Ekki komust þessi mál þó á neinn rekspöl á árinu, því að „Norska húsið“ reyndist ekki falt nema á miklu verði og Dalamenn lýstu sig ekki reiðubúna til samvinnu um safn í Stykkishólmi. Magnús Gestsson kennari, sem safnaði munum í Dalasýslu árið 1968, fór söfnunarferð um allmikinn hluta Snæfellsnessýslu á veg- um byggðasafnsnefndarinnar þar og varð talsvert ágengt um söfn- unina. Nokkur áhugi er að vakna með Austfirðingum um safn sitt á Skriðuklaustri. Það hefur verið lokað undanfarin ár og hlutirnir í geymslu, en Menningarsamtök Héraðsbúa hafa sýnt safninu áhuga og þau keyptu fyrir um tveimur árum gamla baðstofu á Brekku í Hróarstungu, sem þau hyggjast láta setja upp á Skriðuklaustri þegar efni og aðstæður leyfa. í september fóru þeir Gísli Gestsson og Halldór J. Jónsson austur að Brekku og tóku ofan baðstofuna, merktu og skráðu alla viði hennar og fluttu þá að Skriðuklaustri. Þetta er sama aðferð og höfð var um baðstofu og stofu, sem nú eru í safninu á Reykjum, og tókst þarna að ná í prýðisgott sýnis- horn af austfirzkri fjósbaðstofu, en undir baðstofunni er fjós og stofa, sem hvort tveggja var tekið með til safnsins. Mun þetta sóma sér vel þegar búið verður að koma því fyrir í safninu. Við safnið í Skógum setti Þórður Tómasson safnvörður þar upp gamla og merkilega skemmu frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum, og er síðan ætlun hans að setja þar upp fleiri hús, svo sem baðstofuna frá Arnarhóli, sem getið var í siðustu skýrslu. En vegna hinna stöðugu rigninga varð því ekki við komið þetta árið. Önnur byggðasöfn störfuðu á svipaðan hátt og áður og varð að- sókn að þeim heldur með meira móti, einkum norðanlands. Þjóöminjalög. Alþingi samþykkti hinn 16. maí ný þjóðminjalög sem staðfest voru síðan af forseta Islands hinn 19. maí. Lagafrumvarpsins var getið í síðustu skýrslu og er ekki miklu við það að bæta, enda var það samþykkt án verulegra breytinga í meðförum þingsins. Þótt lög þessi leggi starfsliði safnsins allauknar skyldur á herðar, er þó mikils um vert að hafa fast land undir fótum hvað fornleifavörzluna áhrærir. Húsafriðunin, sem er hvað mest nýmæli í lögunum, komst 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.