Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 143

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 143
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU AÐALFUNDUR 1969 Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags fyrir árið 1969 var haldinn í forn- aldarsal Þjóðminjasafns íslands hinn 30. desember 1969 og hófst kl. 20.30. Formaður félagsins, prófessor Jón Steffensen, setti fundinn og minntist fyrst látinna félaga, þeirra Eiríks Einarssonar arkitekts, Reykjavík, Gunn- laugs P. Sigurbjörnssonar frá Ytri-Torfustöðum, Hermanns Jónssonar hæsta- réttarlögmanns, Ingólfs ísólfssonar verzlunarmanns, Kristjáns Jóh. Kristjáns- sonar forstjóra, Páls Sigurðssonar læknis, Pétur Benediktssonar bankastjóra og Skúla Thorarensen lögfræðings, allra í Reykjavík. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Formaður gat þess, að nokkrir menn hefðu sagt sig úr félaginu, en aðrir gengið í það á árinu, og væri félagatala nú 728, þar af 1 heiðursfélagi, 21 ævi- félagi, 98 skiptafélagar og 608 ársfélagar. Hann gat þess enn fremur, að Árbókin fyrir 1969 væri fullsett og mundi hún geta komið út um mánaðamótin janúar-febrúar. Þessu næst las féhirðir reikninga félagsins fyrir árið 1968. Höfðu þeir verið endurskoðaðir og undirritaðir. Þá var gengið til stjórnarkosningar. Skyldi kjósa stjórn, varastjórn, endur- skoðendur til næstu tveggja ára og þrjá fulltrúa til aðalfundar 1973. Var stjórnin öll endurkjörin, formaður Jón Steffensen prófessor, skrifari forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, féhirðir Gísli Gestsson safnvörður, i vara- stjórn varaformaður Magnús Már Lárusson háskólarektor, varaskrifari Þór- hallur Vilmundarson prófessor og varaféhirðir Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur. Endurskoðendur voru endurkosnir Einar Bjarnason prófessor og Theodór B. Líndal prófessor. Fulltrúar til aðalfundar 1973 voru endurkosnir Björn Þor- steinsson sagnfræðingur, Gils Guðmundsson alþingismaður og Halldór J. Jóns- son safnvörður. Síðan var orðið gefið laust. Valgeir Sigurðsson bar fram ósk um, að aðalfundur félagsins yrði fram- vegis haldinn á öðrum degi, sem telja mætti heppilegri með tilliti til fundar- sóknar. Theodór B. Lindal benti á, að sjóðseign félagsins væri allmikil á reikningi, en hins vegar bæri að geta þess, að ógreiddur væri útgáfukostnaður Árbókar þessa árs. Kristján Eldjárn gerði grein fyrir efni Árbókar 1969. Þá var sýnd fróðleg litkvikmynd um hinn merka víkingaskipafund á botni Hróarskeldufjarðar í Danmörku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.