Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 143
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1969
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags fyrir árið 1969 var haldinn í forn-
aldarsal Þjóðminjasafns íslands hinn 30. desember 1969 og hófst kl. 20.30.
Formaður félagsins, prófessor Jón Steffensen, setti fundinn og minntist
fyrst látinna félaga, þeirra Eiríks Einarssonar arkitekts, Reykjavík, Gunn-
laugs P. Sigurbjörnssonar frá Ytri-Torfustöðum, Hermanns Jónssonar hæsta-
réttarlögmanns, Ingólfs ísólfssonar verzlunarmanns, Kristjáns Jóh. Kristjáns-
sonar forstjóra, Páls Sigurðssonar læknis, Pétur Benediktssonar bankastjóra og
Skúla Thorarensen lögfræðings, allra í Reykjavík. Risu fundarmenn úr sætum
í virðingarskyni við hina látnu.
Formaður gat þess, að nokkrir menn hefðu sagt sig úr félaginu, en aðrir
gengið í það á árinu, og væri félagatala nú 728, þar af 1 heiðursfélagi, 21 ævi-
félagi, 98 skiptafélagar og 608 ársfélagar.
Hann gat þess enn fremur, að Árbókin fyrir 1969 væri fullsett og mundi hún
geta komið út um mánaðamótin janúar-febrúar.
Þessu næst las féhirðir reikninga félagsins fyrir árið 1968. Höfðu þeir verið
endurskoðaðir og undirritaðir.
Þá var gengið til stjórnarkosningar. Skyldi kjósa stjórn, varastjórn, endur-
skoðendur til næstu tveggja ára og þrjá fulltrúa til aðalfundar 1973. Var
stjórnin öll endurkjörin, formaður Jón Steffensen prófessor, skrifari forseti
íslands, dr. Kristján Eldjárn, féhirðir Gísli Gestsson safnvörður, i vara-
stjórn varaformaður Magnús Már Lárusson háskólarektor, varaskrifari Þór-
hallur Vilmundarson prófessor og varaféhirðir Þór Magnússon þjóðminjavörð-
ur. Endurskoðendur voru endurkosnir Einar Bjarnason prófessor og Theodór B.
Líndal prófessor. Fulltrúar til aðalfundar 1973 voru endurkosnir Björn Þor-
steinsson sagnfræðingur, Gils Guðmundsson alþingismaður og Halldór J. Jóns-
son safnvörður.
Síðan var orðið gefið laust.
Valgeir Sigurðsson bar fram ósk um, að aðalfundur félagsins yrði fram-
vegis haldinn á öðrum degi, sem telja mætti heppilegri með tilliti til fundar-
sóknar.
Theodór B. Lindal benti á, að sjóðseign félagsins væri allmikil á reikningi,
en hins vegar bæri að geta þess, að ógreiddur væri útgáfukostnaður Árbókar
þessa árs.
Kristján Eldjárn gerði grein fyrir efni Árbókar 1969.
Þá var sýnd fróðleg litkvikmynd um hinn merka víkingaskipafund á botni
Hróarskeldufjarðar í Danmörku.