Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ljósi á margt sem ella væri hulið. Og mikið verk bíður fornleifa- fræðinga. Hins vegar mun fornleifafræðin að mestu láta ósvarað þeirri spurningu, hvernig uppbyggingu og innansmíð horfinna ís- lenskra húsa var háttað. Er þá nokkur von til að þeirri spurningu verði svarað? Auðvitað getur ekkert komið í stað húsanna sjálfra. Eftir tveim leiðum er þó mögulegt að öðlast fyllri mynd af fornum horfnum húsum en ætla mætti í fyrstu. Sú fyrri er að athuga skrifleg gögn, hin síðari að kanna það sem enn stendur, einkum þó búta og brot gamalla bygginga er finnast kunna innan um annað nýrra. Sem betur fer eru enn til hús á íslandi sem geyma slíkar fornminjar, t. d. leifar torfbæjarins á Stóru-ökrum í Skagafirði. Skemmst er frá því að segja að innan dyra þar er að finna einhverjar merkustu minjar fornrar íslenskrar trésmíðar sem til eru, auk þess sem húsin sjálf, bæjardyr, gangapartur og stofa, eru merk í sjálfu sér. Torfhús þessi, sem talin eru að stofni til frá dögum Skúla fógeta, lét þjóðminja- vörður friðlýsa árið 1954. Ég kom fyrst að Stóru-ökrum sumarið 1965 eftir vísbendingu þáverandi þjóðminjavarðar, dr. Kristjáns Eldjárns. Mér varð strax Ijóst að innan um og saman við nýrri viði húsanna voru brot af eldri byggingaleifum, sumum hverjum mjög fornlegum, sem varpað gætu birtu á margt í gamalli innansmíð. Af þeim ástæðum mældi ég upp og ljósmyndaði torfbæjarleifarnar á Stóru-Ökrum sumarið eftir. Enn kom ég þar með Lúðvík Kristjáns- syni sagnfræðingi í ágúst árið 1967 til frekari athugana. Loks gerði ég síðustu ferð að Stóru-ökrum í öryggis skyni í nóvember 1975 þegar ég var að ganga frá þessari ritgerð. Segir nú nánar frá rannsókn þessari hér á eftir. Fyi’st mun hús- unum sjálfum verða lýst með teikningum og texta. Þarnæst athugað hvað ráða megi af gömlum viðarleifum, sem þar finnast í bland, um forna innansmíð, um leið og tilraun verður gerð til að setja hana í víðara samhengi. Loks er svo saga húsanna rakin og könnuð staða þeirra í íslenskri húsagerðarsögu. II Leifar torfbæjarins á Stóru-ökrum eru þessar: 1. bæjardyr, 2. göng og 3. stofa, sem einnig hefur verið notuð sem þinghús. Húsin snúa til vesturs. Dymar eru norðanvert við stofu (1. mynd, teikning I—V). Torfveggir eru hlaðnir úr streng á lága steinhleðslu. Vegg- irnir hafa oft verið gildaðir upp, seinast er gagngerð viðgerð fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.