Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 25
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM 29 á Voss má þó sjá nákvæmlega sama frágang og á Stóru-ökrum, Hólum og Keldum (teikning XV og XVI). Norður af þessum staf er annar sem vert er að athuga, merktur D á grunnteikningu. Hann hefur að vísu gegnt öðru hlutverki fyrr meir, eins og áður er að vikið, en engu að síður er smíð hans að ofan allrar athygli verð. Hún sýnir nefnilega aðra aðalgerð stafhöfuðssmíðar. Syllan situr þar einungis á stalli og fest með digrum trénagla (8. mynd og teikning XVII). í norsku stafverki er slíkur frágangur á stöfum sem standa á milli hom- stafa (teikning XVIII). Islensk dæmi önnur eru til á stöku stað, t. d. í Hólum í Eyjafirði, Keldum, Glaumbæ og á skemmu gamalli á Breið í Lýtingsstaðahreppi. Auk þess eru nokkrir viðir á Þjóðminjasafni er bera sömu ummerki. Áður en gengið verður til stofu skulum við athuga tvo stafi í viðbót í göngum, merkta A og B á grunnteikningu. Á staf B eru um- merki eftir sængursmíð og langstokk á tveim hliðum eins og fyrr er frá sagt (7. mynd). Á staf A, sem sést sömuleiðis á sneiðingar- teikningu af göngum, eru einnig ámóta ummerki (5. mynd). Á þeim síðarnefnda eru sporin áreiðanlega ekki upprunaleg. Staf- urinn er strikaður með samskonar striki og á þiljum bak stiga í bæjardyrum. Ekki er gott að átta sig á hvaða hlutverki stafur þessi hefur gegnt. Þilgróp er á honum annars vegar, grunnt en nær ekki niður allan stafinn, endar við efri brún neðra spors. Efra sporið gæti verið eldra. Það er vandvirknislegar unnið og grópið liggur í kanti þess, sem bendir aftur til að þilið, sem í grópið hefur gengið, hafi ekki fallið í þá slá er þar hefur verið sett. Neðra sporið er ívið breiðara, þannig að mögulegt er að þilborðin hafi fallið í gróp á slánni er þar hefur eitt sinn verið, en ákaflega er tæpt á því. Greinilegt samband er milli þessa spors og hins, sem gegnt því er á stafnum. Það er viðlíka breitt og þykkt og í sömu hæð, enda þótt hoggið hafi verið neðan úr því vestara. Þessi spor trúi ég séu gerð um sama leyti og þau sem framaná stafnum eru ásamt grópinu á milli þeirra, allt saman sængurstaða ummerki. Það er eftirtektarvert að gróp skuli ekki vera báðumegin. Þá vaknar sú spuming, hvort grópið það arna hafi yfirleitt verið notað sam- tímis sængurstaðnum. Enn er smáspor ofarlega á stafnum vestan- verðum. Það gæti verið eftir einhverja slá, en hvaða, það er óvíst. Mér sýnist helst að þetta sé gamall biti, endabiti. Tré þetta hefur ekki verið sylla, til þess er það of svert, varla aurstokkur, þeir eru aldrei strikaðir í norrænu stafverki, ekki sperruleggur heldur, hann væri þá einstrikaður ef marka má það sem á undan er sagt. En stafur?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.