Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 25
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
29
á Voss má þó sjá nákvæmlega sama frágang og á Stóru-ökrum,
Hólum og Keldum (teikning XV og XVI). Norður af þessum staf er
annar sem vert er að athuga, merktur D á grunnteikningu. Hann hefur
að vísu gegnt öðru hlutverki fyrr meir, eins og áður er að vikið, en
engu að síður er smíð hans að ofan allrar athygli verð. Hún sýnir
nefnilega aðra aðalgerð stafhöfuðssmíðar. Syllan situr þar einungis
á stalli og fest með digrum trénagla (8. mynd og teikning XVII). í
norsku stafverki er slíkur frágangur á stöfum sem standa á milli hom-
stafa (teikning XVIII). Islensk dæmi önnur eru til á stöku stað, t. d. í
Hólum í Eyjafirði, Keldum, Glaumbæ og á skemmu gamalli á Breið
í Lýtingsstaðahreppi. Auk þess eru nokkrir viðir á Þjóðminjasafni
er bera sömu ummerki.
Áður en gengið verður til stofu skulum við athuga tvo stafi í
viðbót í göngum, merkta A og B á grunnteikningu. Á staf B eru um-
merki eftir sængursmíð og langstokk á tveim hliðum eins og fyrr er
frá sagt (7. mynd). Á staf A, sem sést sömuleiðis á sneiðingar-
teikningu af göngum, eru einnig ámóta ummerki (5. mynd). Á
þeim síðarnefnda eru sporin áreiðanlega ekki upprunaleg. Staf-
urinn er strikaður með samskonar striki og á þiljum bak stiga í
bæjardyrum. Ekki er gott að átta sig á hvaða hlutverki stafur
þessi hefur gegnt. Þilgróp er á honum annars vegar, grunnt en
nær ekki niður allan stafinn, endar við efri brún neðra spors.
Efra sporið gæti verið eldra. Það er vandvirknislegar unnið
og grópið liggur í kanti þess, sem bendir aftur til að þilið, sem í
grópið hefur gengið, hafi ekki fallið í þá slá er þar hefur verið sett.
Neðra sporið er ívið breiðara, þannig að mögulegt er að þilborðin
hafi fallið í gróp á slánni er þar hefur eitt sinn verið, en ákaflega er
tæpt á því. Greinilegt samband er milli þessa spors og hins, sem
gegnt því er á stafnum. Það er viðlíka breitt og þykkt og í sömu
hæð, enda þótt hoggið hafi verið neðan úr því vestara. Þessi spor
trúi ég séu gerð um sama leyti og þau sem framaná stafnum eru
ásamt grópinu á milli þeirra, allt saman sængurstaða ummerki. Það
er eftirtektarvert að gróp skuli ekki vera báðumegin. Þá vaknar
sú spuming, hvort grópið það arna hafi yfirleitt verið notað sam-
tímis sængurstaðnum. Enn er smáspor ofarlega á stafnum vestan-
verðum. Það gæti verið eftir einhverja slá, en hvaða, það er óvíst.
Mér sýnist helst að þetta sé gamall biti, endabiti. Tré þetta hefur ekki
verið sylla, til þess er það of svert, varla aurstokkur, þeir eru aldrei
strikaðir í norrænu stafverki, ekki sperruleggur heldur, hann væri
þá einstrikaður ef marka má það sem á undan er sagt. En stafur?