Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 27
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
31
en undir loft 1,97 m. Hér er þá miðað við að moldargúlf hafi verið
í stofunni. Ekki er hægt við núverandi aðstæður að segja til um
hvort timburgólf hafi í stofunni verið. Af því sem seinna kemur
fram í þessai’i grein er þó líklegra að svo hafi ekki verið.
Tveir bitar í stofu og einn í göngum sýna ummerki grópa að ofan
og neðan. Strikunin á báðum hliðum þeirra bendir þá til skilrúms-
þils í stofu, þó það sé engan veginn víst. 1 bitanum neðri um mitt
hús eru mjó spor þvert yfir á neðri hlið hans. Hvernig túlka beri
þessi smíðaummerki er ekki gott að segja. Tæplega geta þau verið
eftir dyrustafi. Þá ætti að vera þilgróp neðan á bitanum. 1 suður-
þaki stofunnar eru fjalir sem bera sama strik og stafir, syllur og
bitar, og sýna svo ekki verður um villst að stofa Skúla var með reisi-
fjöl. Vert er að staldra ögn við samsetningu reisifjalanna. Hún er
einstök hérlendis, það ég best veit. 1 gömlum úttektum er stundum
talað um „fellda reisifjöl"1 Ekki er annað að sjá en frágangur þak-
fjalanna á Stóru-ökrum falli vel að þessu hugtaki: Þær eru felldar
saman á hliðum með fláa (teikning IX, 1).
Rétt er að staldra ögn við áður en stofa Skúla Magnússonar er
yfirgefin. Byggingartæknilega er hún einskonar millistig milli hins
gamla stafverks og þess nýja siðar í húsasmíði sem ruddi sér til
rúms hérlendis á 18. en einkum þó á 19. öld og ég vil nefna danska
grindarsmíö. 1 stofu Skúla falla þiljur í sjálfa grindina. Hinsvegar
voru í hinu forna stafverki langtré, syllur og aurstokkar yfirleitt
miðlægir, þ. e. a. s. þau voru sett í miðja stafi og þilið þar með. Ef
útaf því var brugðið lágu langtré eins og syllur aftan á stöfum. I
stofunni á Stóru-Ökrum eru þessi sömu tré framan á stöfum. Næsta
stig hérlendis er svo það að gera grindina að sjálfstæðum bygg-
ingarlið. Þilið er þá sett innan á grindina og eftir atvikum utan á
hana, þegar um útveggi var að ræða. Hinsvegar geymir þilgerðin
gamla stafverkslagið að vissu leyti eins og við sáum í stofunni frá
Svínavatni. Að mínu viti er hvergi til á Islandi dæmi um þetta milli-
stig í húsasmíð nema á Stóru-ökrum.
Þá eru það kantstrikuðu viðirnir. Þeir eru: syllur tvær í fremstu
göngum, biti þar einn, tvennar sperrur og tveir fjalarstúfar í rjáfri,
ennfremur stafur í miðgöngum, tveir bitar og þrír sperruleggir í
stofu. Eins og áður er að vikið sjást greinileg eldsmerki á ganga-
sperrunum og syllurnar þar og bitinn eru mjög dökk að lit. Nú
kemur það fram hér á eftir að kviknað hafi í a. m. k. búri. Nú stóð
eldhúsið áfast búri. Líklegast er því að kviknað hafi út frá eldhúsi.
Hvað sem því líður, hlýtur að mega álykta að hinir dökku viðir í