Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 30
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS tær. Öll væri þessi rannsókn hægari ef húsið yrði einhverntíma tekið niður vegna endurbyggingar, en um það er ekki að tala eins og er. Þversnið þessara sperra er allt annars eðlis en þeirra viða er nú hafa verið taldir, þær eru nokkru þynnri, einstrikaðar en aðeins öðrumegin. Hér gætu verið komnar sperrur úr kirkju, með þess- konar lagi sem algengt er í norsku stafkirkjunum, þ. e. a. s. kross- sperrur (4. og 11. mynd). Innan úr krosssperrunum þar er einmitt tekinn slíkur bogi þar sem mætast innri sperra og stuttbiti. Ekkert skal um þetta fullyrt að svo komnu máli, en ég varpa þessari hug- mynd fram af því mér féll hún í hug. Eins og áður segir væri e. t. v. hægt að ganga frekar úr skugga um þetta atriði, ef hægt væri að taka téðar sperrur niður. Úr kirkju? Hvaða kirkju? I jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir í upphafi kaflans um Stóru-Akra: „Hér er hálfkirkja og tíðir veittar þá menn eru til sakramentis"2. I jarða- og búendatali Skagafjarðar er ennfremur haft fyrir satt að kirkja þessi hafi verið lögð niður með konungsbréfi 17. maí 17653). Hversu lengi kirkja þessi hefur staðið eftir að hún var lögð niður er ekki gott að segja. Við vitum að bænhúsin voru nýtt sem skemmur löngu eftir að hætt var að embætta í þeim. Sum þeirra reyndar alveg fram á okkar daga, eins og bænhúsin á Núpsstað og í Gröf sanna. Hitt er víst að horfin er hálfkirkjan á Ökrum nú og það fyrir löngu. Ef ég þekki landann rétt, þá hafa bændur á Ökrum ekki kastað viðum kirkjunnar á glæ, heldur nýtt þá. Það er því engin fræðimannleg framhleypni að álykta að eitthvað af laggarstrikuðu viðunum á Stóru-ökrum séu úr hinni horfnu kirkju komnir. Tæplega þó allir. Ég efast um að hálfkirkjan þar hafi verið svo breið sem bitinn í stofu segir til um. Sé rétt ályktað hér að framan, að syðri syllan í fremstu göngum hafi verið sperra í eina tíð, þá er hún hvorki meira né minna en 2,80 m á lengd. Hún er þá 30 sm lengri en sperrurnar eru nú í stofunni. En það þýðir annað- hvort að húsið, sem bitarnir þar hafa upphaflega verið í, hefur verið breiðara eða með hærra risi. Hvað sem þessu líður verður ekki undan því vikist að hugleiða ögn aldur þeirra viða er nú hefur mest verið rætt um. Rétt er þá að nema enn einu sinni staðar við strikuðu þiljurnar í bæjardyrum. Ég hef þegar minnst á að þær séu strikaðar báðum megin. Það bendir auðvitað til endurnotkunar. Fleira kemur til. Sé t. d. litið til skál- anna á Keldum og í Hólum, sést að allir máttarviðir eru strikaðir. Þetta á einnig við um bæjardyrnar á Reynistað. Reyndar er því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.