Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 31
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM 35 þannig farið í öllum norrænum stafverkshúsum. Nú bregður hins- vegar svo við að uppistöðutré bæjardyranna á Stóru-ökrum eru öll óstrikuð. Þetta getur þýtt tvennt: að búið sé að endurnýja alla viði dyranna nema hið margnefnda þil, frá því á dögum Skúla Magn- ússonar, eða að Skúli hafi nýtt eldri viði til þiljunar. Erfitt er að skera úr þessu með fullri vissu, en seinni kosturinn þykir mér lík- legastur, sérstaklega þegar höfð eru í huga strikin á baki þil- borðanna og reyndar einnig naglagötin sem engum sýnilegum tilgangi þjóna. Því má við bæta að austurenda bæjardyranna hefur ekki verið breytt um langan aldur, sem marka má m. a. af slitinu á aurstokknum (2. mynd). Ekkert af þeim viðum eru strikaðir. Það er hins vegar augljóst á neðri syllu norðanvert að gróp gengur út hana alla að neðan, sem bendir til að þil hafi verið með allri norðurhlið- inni, nema þar sem gengið var til skála. Á syðri syllunni sést hins- vegar ekkert gróp að neðan. Stefán á Höskuldsstöðum telur þó að bæjardyrnar hafi allar verið þiljaðar innan. Þetta getur bent til þess að syðri syllan hafi verið endurnýjuð. Eitt tré er á Stóru- Ökrum með sama striki og þiljurnar, stafurinn í göngum merktur A á grunnteikningu (5. mynd, teikning XII, b). Eðlilegt er að líta á hann sem húshluta er í einhvern tíma hefur verið tengdur þiljunum frægu. Bersýnilegt er hinsvegar að hann hefur verið endurnotaður og það fyrir alllöngu síðan. Það er reyndar alls ekki víst að hann hafi ver- ið stafur í upphafi, eins og áður hefur verið bent á. Allt þetta, sem nú hefur verið nefnt, ásamt fornlegum lit og áferð þessara viða, bendir aftur fyrir tíð Skúla. Hversu langt aftur er svo annað mál. Ég læt því ósvarað að sinni, ef það verður þá nokkurn tíma hægt. Strikun viðanna á Stóru-ökrum er kafli út af fyrir sig (teikning VII, IX og XII, b). Þar finnast þrjár gerðir. Gerðþróunarlega er strik- ið, sem er kantað í sniði og við getum nefnt laggarstrik, elst. Það finnst í elstu stafkirkjum norskum og er á sumum Möðrufells- fjalanna4. Vandara er að segja um breiða strikið á stigaþiljunum og staf A í göngum. Þar má segja að löggin sé mjög breið og á botni hennar tvö kúpt bönd og liggja hvort um sig nær laggarbrún en miðju. Mætti kalla þetta strik bandastrik. Mér vitanlega er þetta strik sjaldséð í Noregi, en mjög svipað er til á Grænlandi5 (teikning XII, a). Á einum stað öðrum hef ég rekist á það. Ein fjalanna frá Bjarnastaðahlíð er á parti rist með þessu striki. Það er auðsjáan- lega gert eftir að myndskurðurinn hefur hætt að gegna sínu hlut- verki0. Strikið á stofunni, sem við getum kallað ess-strik, er áreiðan-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.