Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 31
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
35
þannig farið í öllum norrænum stafverkshúsum. Nú bregður hins-
vegar svo við að uppistöðutré bæjardyranna á Stóru-ökrum eru
öll óstrikuð. Þetta getur þýtt tvennt: að búið sé að endurnýja alla
viði dyranna nema hið margnefnda þil, frá því á dögum Skúla Magn-
ússonar, eða að Skúli hafi nýtt eldri viði til þiljunar. Erfitt er að
skera úr þessu með fullri vissu, en seinni kosturinn þykir mér lík-
legastur, sérstaklega þegar höfð eru í huga strikin á baki þil-
borðanna og reyndar einnig naglagötin sem engum sýnilegum
tilgangi þjóna. Því má við bæta að austurenda bæjardyranna hefur
ekki verið breytt um langan aldur, sem marka má m. a. af slitinu á
aurstokknum (2. mynd). Ekkert af þeim viðum eru strikaðir. Það er
hins vegar augljóst á neðri syllu norðanvert að gróp gengur út hana
alla að neðan, sem bendir til að þil hafi verið með allri norðurhlið-
inni, nema þar sem gengið var til skála. Á syðri syllunni sést hins-
vegar ekkert gróp að neðan. Stefán á Höskuldsstöðum telur þó að
bæjardyrnar hafi allar verið þiljaðar innan. Þetta getur bent til
þess að syðri syllan hafi verið endurnýjuð. Eitt tré er á Stóru-
Ökrum með sama striki og þiljurnar, stafurinn í göngum merktur
A á grunnteikningu (5. mynd, teikning XII, b). Eðlilegt er að líta á
hann sem húshluta er í einhvern tíma hefur verið tengdur þiljunum
frægu. Bersýnilegt er hinsvegar að hann hefur verið endurnotaður og
það fyrir alllöngu síðan. Það er reyndar alls ekki víst að hann hafi ver-
ið stafur í upphafi, eins og áður hefur verið bent á. Allt þetta, sem nú
hefur verið nefnt, ásamt fornlegum lit og áferð þessara viða, bendir
aftur fyrir tíð Skúla. Hversu langt aftur er svo annað mál. Ég læt
því ósvarað að sinni, ef það verður þá nokkurn tíma hægt.
Strikun viðanna á Stóru-ökrum er kafli út af fyrir sig (teikning
VII, IX og XII, b). Þar finnast þrjár gerðir. Gerðþróunarlega er strik-
ið, sem er kantað í sniði og við getum nefnt laggarstrik, elst. Það
finnst í elstu stafkirkjum norskum og er á sumum Möðrufells-
fjalanna4. Vandara er að segja um breiða strikið á stigaþiljunum
og staf A í göngum. Þar má segja að löggin sé mjög breið og á botni
hennar tvö kúpt bönd og liggja hvort um sig nær laggarbrún en
miðju. Mætti kalla þetta strik bandastrik. Mér vitanlega er þetta
strik sjaldséð í Noregi, en mjög svipað er til á Grænlandi5 (teikning
XII, a). Á einum stað öðrum hef ég rekist á það. Ein fjalanna frá
Bjarnastaðahlíð er á parti rist með þessu striki. Það er auðsjáan-
lega gert eftir að myndskurðurinn hefur hætt að gegna sínu hlut-
verki0. Strikið á stofunni, sem við getum kallað ess-strik, er áreiðan-