Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
dag-, og hafi látið troða hvert lag svo þétt, að hann gæti eigi sporað það
er hann skoðaði að kveldi.
2. Breytingar á húsunum, fyrir utan hrörnun, voru eigi aðrar frá tíð Skúla
en þessar: Viðbótin („frúarhúsið") við baðstofuna. Búr og eldhús hlaðin
sundur með þvervegg í miðju og fremri hluti húsanna haft fyrir geymslu-
skemmu, en innri hlutinn búr og eldhús. Loks hafði „skálinn“ verið rifinn
niður fyrir nokkrum árum að viðum, en tópt stóð órótuð. Var mælt að
Eiríkur hreppstjóri Eiríksson hefði flutt skálaviðina á 19 hestum upp að
Litladal og byggt þar upp heilan bæ af viðunum.
3. Um stærð húsanna er Jón fullviss nema eldhús og búr. Þar man hann ekki
alveg gjörla um lengd.
4. Allir viðir í húsunum voru alveg óvenju vænir, sérstaklega aflviðir, ýmist
óflett rekatré eða bjálkar úr skipum, og sögðu munnmælin, að Skúli hefði
fengið tvær duggur strandaðar á Skaga, og kannske ekki látið verð fyrir.
5. Bæjardyr voru portbyggðar með lofti, skarsúð yfir og voru rúmstæði á loft-
inu. Gluggi með 16 rúðum var á framstafni er lýsti í loftið og fast borð
undir, frá Skúla tíð að sögn. Hæð bæjardyra undir loft af gólfi var það,
að þegar Jón, sem er meðalmaður á hæð, hélt um framkrók á písk sínum
gat hann aðeins seilst með písknum upp í loftið. Fjalagólf var ekki í dyr-
unum.
6. Stofan einnig portbyggð með lofti og timburgólfi; skarsúð yfir; þiljuð
uppi og niðri í kring með afar breiðum borðum og óflettum. Voru borðin öll
langs eftir og sköruð eins og súð („bjórþil"). Afar gild fótstykki voru undir
öllum stoðum. Gluggi var á stofunni einn niðri, með afargildum miðpósti
og 8 rúður hvors vegar við póstinn. Vængjahurðir voru fyrir gluggunum
að utan, er mættust á miðpósti og ramlega um búið. Til hliðar við gluggann
voru útidyr á stofunni með mjög ramgerðri hurð fyrir. Borð, stórt og
grimmsterkt, á 4 fótum var undir glugganum og talið frá tíð Skúla. Á
loftinu var gluggi eins og á bæjardyralofti. — Hæð stofu undir loft var
lík og bæjardyra.
7. Göngin voru sperrureist með lausholtum og stoðum undir úr vænum viðum,
og minnir Jón að þar væri timburgólflög undir öllum stoðum, líkt og í stofu
og baðstofu. Breidd gangna og lengd eða afstöðu við eldhúsið þorir Jón
eigi að fullyrða um, og er teikningin þar eftir líkum.
8. Baðstofa var öll portbyggð og þiljuð í hólf og gólf, en niðri var búið að
eyða gólfinu, enda íbúð þá öll á loftinu. Skansgluggar lýstu baðstofuna
niðri, 2 á hlið og 1 á suðurstafni („í frúarhúsi“). Á loftinu voru tómir
þakgluggar.
9. Loptsgluggamir í stofu og bæjardyrum voru með mjög smáum rúðum,
þykkum og grópuðum í umgjörðir, og voru rúðurnar taldar frá tíð Skúla.
10. Hurðir, stigar, rúmstæði og hvað nú hét og var frá tíð Skúla var mjög, og
alveg óvenjulega, ramgert. Undir stofu og baðstofustigum voru sitt þrepið
hvorum af brenni eða eikarblökkum, svo þykkum að nam fullkominni
rimarhæð.
11. „Frúarhúsið“ var langt um veiklegast byggt, en þó allsterkt. Hafði það
verið þiljað með miklu skrauti og prjáli, en var þó, er Jón var þar, orðið
niðurnítt og af sér gengið að þiljum, eins og baðstofan öll.